is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39716

Titill: 
  • Hver eru áhrif af styttingu vinnuvikunnar á gæði leikskólastarfs?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að stytting vinnuvikunnar hafi áhrif á gæði náms í leikskólastarfi að mati starfsfólks leikskóla í eini sveitarfélagi. Tilgangurinn með rannsókninni er að varpa ljósi á hversu vel starfsfólkið hefur kynnt sér fyrirkomulag styttingu vinnuvikunnar, hvaða áhrif hún getur haft á gæði leikskólastarfs og hvernig bregðast skuli við því. Fræðilegur hluti rannsóknarinnar fjallar um lífskjarasamninginn, lög um leikskóla og reglugerðir tengdar þeim, hlutverk og gæði leikskólastarfs, námskrár leikskóla og mat á skólastarfi. Í rannsókninni var notast við markmiðsúrtak og var lögð fram spurningarkönnun með hálf opnum og lokuðum spurning fyrir þátttakendur. Þátttakendur voru 106 starfsmenn af leikskólum í einu sveitarfélagi. Spurningarkönnunin var aðgengileg á netinu í gegnum Google Forms þar sem þátttakendur gátu svarað undir nafnleynd. Niðurstöður sýndu að mikill ávinningur er af styttingu vinnuvikunnar hvað varður vellíðan, jákvæðni og viðhorf starfsmanna, en að sama skapi er meirihluti sem metur að styttingin draga úr gæðum í leikskólastarfi og öryggi barna.

Samþykkt: 
  • 10.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniBEdMKJ2021.pdf729,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni2021.pdf196,4 kBLokaðurYfirlýsingPDF