is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39720

Titill: 
  • Verkefnamiðað stærðfræðinám : leiðir og lausnir í verkefnamiðaðri stærðfræðikennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um verkefnamiðað nám og kennslu og hvernig hægt er að nýta það í stærðfræði. Verkefnið er í tveimur hlutum þar sem annars vegar er um að ræða greinargerð þar sem fjallað er um verkefnamiðað nám á fræðilegum grundvelli og hvernig hægt er að nota það í námi og kennslu í stærðfræði. Hins vegar er handbók og raunverkefni ásamt kennsluleiðbeiningum sem kennarar geta nýtt sér við innleiðingu á verkefnamiðuðu námi. Raunverkefnið er hugsað fyrir nemendur á miðstigi og er unnið út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár og tekið er mið af námsefni ætluðu miðstigsnemendum. Vekefnalýsingin er sett fram á skýran og skilvirkan máta og vonast er til að bæði þeir kennarar sem hafa reynslu af verkefnamiðuðu námi og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref geti nýtt sér verkefnið. Kennsluleiðbeiningar eins og þessar eru ætlaðar til þess að hjálpa kennurum að leiðbeina nemendum í gegnum verkefnið. Þær eru ekki heilagar og kennarar eiga að geta aðlagað þær að sínum nemendum og þörfum þeirra.
    Fjölbreyttir kennsluhættir eru mikilvægir í öllu skólastarfi, á öllum skólastigum og í öllum námsgreinum. Fjölbreytt stærðfræðikennsla er lítil sem engin í grunnskólum landsins og það getur reynst kennurum erfitt að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum í stærðfræði. Það er mikilvægt að finna lausn á þeim vanda og ég tel að verkefnamiðað nám geti spilað stóran þátt í því að innleiða fjölbreyttari stærðfræðikennslu í grunnskólum hér á landi. Að því sögðu þá þarf fyrst og fremst að vera vilji fyrir breytingum í skólakerfinu og áhugi fyrir nýjum lausnum og leiðum í námi og kennslu í stærðfræði.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. verkefni - Verkefnamiðað stærðfræðinám.pdf415.98 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók - Verkefni og kennsluleiðbeiningar.pdf737.52 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni.pdf185.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF