Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39721
Ritgerð sú er hér birtist er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig útileikur getur stutt við nám barna og það mikilvæga en flókna hlutverk sem leikskólakennarar eiga að sinna í útileik barna. Beint er sjónum að virknikostum útiumhverfisins og mismunandi gerðum þess. Rauði þráðurinn í ritgerðinni endurspeglar mikilvægi þess að leikskólakennarar séu meðvitaðir um hvenær á að stíga inn í leik barna og hvenær börnin þurfa frelsi til að stjórna leikathöfnum upp á eigin spýtur og móta eigið nám. Um er að ræða útiveru barna og ekki síður nám þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDF lokaritgerð .pdf | 518.76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing að senda.pdf | 190.56 kB | Lokaður | Yfirlýsing |