en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39722

Title: 
  • Title is in Icelandic Allar tilfinningar eiga rétt á sér : líka tilfinningar barna á leikskólaaldri
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stundum spyrja fullorðnir sig að því hvers vegna börn hagi sér svona illa. Börn eru jafnvel sögð vera frekjur eða að þau séu að stjórna með hegðun sinni. Í þessu verkefni var leitast við að fá betri þekkingu á hegðun barna á leikskólaaldri og hvernig tilfinningar geti haft áhrif á hegðunina. Eins var leitast við að finna aðferðir sem geta reynst foreldrum og leikskólakennurum vel til að aðstoða börn þegar tilfinningar hafa mikil áhrif á hegðun þeirra. Í flestum tilvikum hegða börn sér samkvæmt aldri þar sem heili þeirra er ekki nógu þroskaður til þess að þau ráði við aðstæður og eigin viðbrögð. Það svæði heilans sem stjórnar hegðun byrjar ekki að þroskast fyrr en eftir fjögurra ára aldurinn. Eins er svæðið í heilanum sem geymir tilfinningalegan skilning og sjálfstjórn ekki fullþroskað fyrr en á milli 16 og 18 ára aldurs. Heilinn er að þroskast alla ævi og er leikskólaaldurinn gríðarlega mikilvægt tímabil þar sem heilinn þroskast út frá reynslu og samskiptum barna við fullorðna. Foreldrar og aðrir umönnunaraðilar hafa mikil áhrif á þroska barna og því skiptir máli að fullorðið fólk sé meðvitað um mismunandi þroskastig barna.

Accepted: 
  • Aug 11, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39722


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.ed. Allar tilfinningar eiga rétt á sér. Rannveig Iðunn.pdf667.02 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing lokaverkefna.pdf38 kBLockedDeclaration of AccessPDF