Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39725
Lestur er ekki meðfædd færni, heldur er lestrarnám ein flóknasta hugræna aðgerð sem börn þurfa að ná tökum á í lífinu. Heili manna hefur ekki innibyggða lestrarstöð heldur byggir lestrarnám og lestrarfærni á málstöð heilans, á málþáttunum og tungumálinu sjálfu. Tungumálið er kerfi sem byggir á þáttum sem vísa til vitundar einstaklinga um málfræði og setningagerð, um formgerð og hljóðkerfislega uppbyggingu, ásamt merkingu og málhegðun.
Markmið þessarar ritgerðar er að kortleggja samspil máls og læsis og leitast við að svara því hver eru tengsl málmeðvitundar og lestrarfærni. Þá er einnig fjallað um mikilvægi faglegrar lestrarkennslu, kennsluaðferðir sem gefið hafa góðan árangur meðfram fróðleik um hvernig hægt er að efla málmeðvitund barna með áhrifaríkum og skilvirkum aðferðum og markvissri mál- og lesskilningsþjálfun. Fjallað er um lestur út frá einfalda lestrarlíkaninu sem gerir ráð fyrir tveimur meginþáttum lestrarfærninnar: umskráningu, og málskilningi/lesskilningi. Rýnt er í birtingarform þeirra lestrarerfiðleika sem einstaklingar glíma við þegar veikleikar koma upp í þessum tveimur undirstöðuþáttum með þeim afleiðingum að lesandinn nær ekki tökum á lesskilningi. Í því sambandi er horft til mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og markvissra inngripa og eftirfylgni. Við gerð ritgerðarinnar styðst höfundur við rannsóknir og kenningar fræðimanna á sviði málvísinda og lestrarkennslu. Lestur er nauðsynleg undirstöðufærni bæði í námi, starfi og lífinu sjálfu og þannig er góð lestrarfærni undirstaða að lífsgæðum fólks. Því er afar mikilvægt að kennarar séu vel undirbúnir þegar þeir takast á hendur svo ábyrgðarmikið hlutverk sem lestrarkennsla er.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bakkalar-rmg9.pdf | 656.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing-bakkalar.pdf | 78.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |