is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39726

Titill: 
  • „Ég lét þetta ekki stoppa mig, ég læt ekkert stoppa mig ... þannig sýnir þú barninu að því séu allir vegir færir“ : reynsla ungra mæðra á að stunda háskólanám samhliða móðurhlutverkinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Móðurhlutverkið hefur tekið töluverðum breytingum á síðastliðnum áratugum sem hefur meðal annars leitt til þess að ákjósanlegra er fyrir mæður að stunda háskólanám samhliða móðurhlutverkinu. Ritgerð þessi byggir á eigindlegri rannsókn en markmið hennar er að öðlast innsýn á upplifun mæðra í háskólanámi og skoða hvernig barneignir geta tengst þeirri ákvörðun að fara í frekara nám. Leitast verður eftir að svara rannsóknarspurningunni: Hver er reynsla ungra mæðra á að stunda háskólanám samhliða móðurhlutverkinu? með undirspurninguna: Hver var kveikjan að því að hefja nám eftir barneignir? Tekin voru hálfopin viðtöl við fjórar ungar mæður sem áttu það sameiginlegt að eiga allar börn á leikskólaaldri og hafa þá reynslu að stunda háskólanám samhliða móðurhlutverkinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði má sjá neikvæðar og jákvæðar hliðar þess að stunda háskólanám samhliða móðurhlutverkinu. Mæðurnar töldu aukinn drifkraft fylgja móðurhlutverkinu en á sama tíma finna þær fyrir tímaskorti og spennu á milli hlutverka sinna. Flestar mæðurnar ákváðu að fara í frekara nám fyrir bæði þær sjálfar og börnin en með æðri menntun vildu þær öðlast öryggi og stöðugleika. Það er mín von að rannsókn þessi eigi eftir að gefa skýrari sýn á veruleika mæðra í háskólanámi.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_Rúna Björg Ársælsdóttir.pdf619.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_rúna björg ársælsdóttir.pdf179.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF