is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39729

Titill: 
  • Dagsetrið Ronja : skaðaminnkandi dagsetur fyrir heimilislausar konur á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta skiptist í tvo hluta: Í fyrsta lagi greinargerð sem er fræðilegur bakgrunnur tillögunnar „Dagsetrið Ronja: Skaðaminnkandi dagsetur fyrir heimilislausar konur á Íslandi. Í öðru lagi er það tillagan sjálf sem byggir á rannsóknum og hugmyndafræði sem fjallað er um ítarlega í greinargerðinni. Leitast er eftir því að svara hver ávinningur dagseturs með skaðaminnkandi hugmyndafræði fyrir heimilislausar konur sé og hvernig þátttaka í slíku starfi geti aukið velferð þátttakendanna. Greinargerðin er kaflaskipt eftir viðfangsefnum tillögunnar og í hverjum kafla er leitast við að skilgreina hugtök og kenningar sem mikilvægt er að þekkja í umræðunni um heimilisleysi kvenna. Fjallað er meðal annars um velferð, mannréttindi, skaðaminnkandi þjónustu og heimilisleysi. Fram kemur hverjar helstu orsakir heimilisleysis eru á Íslandi samanborið við erlendar rannsóknir og sérstaklega verður rýnt í heimilisleysi kvenna. Heimilisleysi kvenna hefur gjarnan aðra birtingarmynd en heimilisleysi karla og er leitast við að gefa skýra mynd af aðstæðum þessara kvenna. Markmið verkefnisins er að sýna fram á það að brýn þörf er á vettvangi sem getur tekið á móti heimilislausum konum á daginn.
    Dagsetrið Ronja bíður upp á skaðaminnkandi þjónustu og er sérstaklega sniðið að þörfum heimilislausra kvenna út frá þeirri faglegu vitneskju sem til er um þennan hóp. Hugtök á borð við tómstundir, frítími, þverfaglegt starf og öruggt rými einkennir meðal annars hugmyndafræði dagsetursins. Dagsetrið Ronja hefur það eina markmið að bæta velferð þátttakenda og tryggja að ekki sé brotið á grundvallarmannréttindum þeirra. Áherslur og hugmyndafræði sem Dagsetrið Ronja byggir á eru hagkvæmar þegar kemur að starfi með heimilislausum konum. Með því að bjóða upp á vettvang sem nýtir sér hugmyndafræði Ronju myndi það hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér á þann hátt að konurnar fá að upplifa öruggt rými, frelsi og tækifæri til þess að bæta lífsgæði sín. Síðast en ekki síst hefur þjónusta sem þessi jákvæðar afleiðingar á samfélagið sem heild.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagsetrið Ronja;skaðaminnkandi dagsetur fyrir heimilislausar konur á Íslandi.pdf380.05 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Dagsetrið Ronja, tillaga um skaðaminnkandi dagsetur fyrir heimilislausar konur á Íslandi.pdf5.29 MBOpinnTillögugerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf140.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF