Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39730
Ritgerð þessi er byggð á fræðilegri umfjöllun um hvernig megi nýta leikinn sem námsleið barna á mótum leik- og grunnskóla. Umfjöllunin tekur mið af elstu börnunum í leikskóla og yngstu börnunum í grunnskóla, hins vegar getur umfjöllun um leik barna og það hversu þýðingarmikill hann er, nýst vel við kennslu óháð aldri. Þá er meginmarkmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á mikilvægi leiksins og gildi hans til náms. Í Aðalnámskrám leik– og grunnskóla hér á landi er fjallað um mikilvægi leiksins og áhrif hans þegar börn tileinka sér nýja þekkingu. Leikur er þýðingarmikill þáttur í lífi barna og í gegnum leikinn þroskast börnin með margvíslegum hætti. Í gegnum leikinn fer fram nám og með því að samþætta hann inn í námssvið skólanna, stuðlar það að því að námið verði enn innihaldsríkara. Í ritgerðinni eru rannsóknir ígrundaðar og vísað er til fræðimanna þar sem sýnt er fram á jákvæð tengsl leiks og náms og einnig hvernig megi flétta þessa þætti saman inn í námssvið skólanna. Í ritgerðinni er bent á og fjallað um margvíslegar leiðir sem leik- og grunnskólakennarar geta farið til að nýta leikinn sem námsleið ungra barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed ritgerð - Lokaverkefni Sara Rós.pdf | 539.37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 129.3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |