Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39733
Lokaverkefni þetta samanstendur af greinargerð og vefsíðunni ”Tómstundir út lífið”. Ástæða þess að þetta lokaverkefni varð fyrir valinu er sú að engin sambærileg vefsíða virðist vera aðgengileg á íslensku þrátt fyrir þörf þar á.
Tómstundir og félagsstarf fyrirbyggja félagslega einangrun, minnka líkur á þunglyndi, viðhalda færni og geta snúið við ótímabærum einkennum öldrunar. Það er öllum mikilvægt að geta sinnt tómstundum í frítíma sínum og fáir sem hafa jafn mikið af honum og eldri borgarar. Því er það nauðsynlegt að geta boðið upp á fjölbreytta og gagnlega afþreyingu til að efla frítíma þeirra. Ein af hindrunum í tómstundastarfi aldraðra er skortur á aðgengilegu efni og hugmyndum, eins vill það oft bera við að starfsfólk í tómstundastarfi aldraðra er ómenntað á því sviði. Því er gott aðgengi að fjölbreyttum tómstunda hugmyndum með fræðilegan bakgrunn mikilvægt fyrir starfið.
Verkefnunum á vefsíðunni verður skipt niður í þrjá flokka, góða, miðlungs og skerta færni, og mun ég leggja sérstaka áherslu á tómstundir fyrir heilabilaða. Þær tómstundir og sú fræðsla sem fram kemur á vefsíðunni er til að mynda fengið úr fræðibókum og rannsóknum á tómstundum aldraðra, af vefsíðu Alzheimer samtaka Íslands og sambærilegra vefsíða erlendis, ásamt eigin hugmyndum.
Þá voru tekin viðtöl við tvo starfsmenn sem vinna við tómstundir aldraðra á hjúkrunarheimilum til að fá betri sýn á það starf sem þar er í boði. Þar kom fram að þörfin fyrir þetta verkefni er mikil. Það er því ósk mín að geta bætt úr þessum skorti og á þann hátt bætt hag og frítíma eldri borgara.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Skemman yfirlýsing lokaverkefni..pdf | 204,2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
| Tómstundir út lífið. Greinargerð og vefsíða. Sigríður V. Þórðardóttir.pdf | 812,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |