Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39736
Í þessari ritgerð eru skoðuð hin félagslegu og lýðfræðilegu einkenni barnakennara í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu árin 1950–1951. Með lögum 1907 um skólaskyldu og stofnun kennaraskólans urðu verulegar breytingar á svipmótun kennarastéttarinnar og varð fagvæðing innan stéttarinnar. Fljótlega eftir 1960 var húsmæðrahugmyndafræðin farin að missa gildi sitt og var orðið meira um það að giftar konur væru úti á vinnumarkaðinum. Við gerð þessarar ritgerðar var framkvæmd megindleg rannsókn þar sem útbúinn var gagnagrunnur með upplýsingum um kennara sem kenndu á Vesturlandi árið 1950. Upplýsingar um þessa kennara voru fengnar úr gögnum frá fræðslumálayfirvöldum, í kennaratali og í minningargreinum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það voru töluvert fleiri karlkyns en kvenkyns kennarar á umræddu svæði. Það voru fleiri farskólar en fastir heimangönguskólar og heimavistarskólar en jafnvel þótt farskólar hefðu verið í meirihluta voru fleiri nemendur í hverjum föstum skóla fyrir sig en í farskólum. Algengt var að karlkyns kennarar væru giftir en engin kennslukvennanna var gift. Af þeim sex kennslukonum sem kenndu í sýslunum þremur áttu fjórar eftir að gifta sig eftir 1950. Allar hættu að kenna þegar þær gengu í hjónaband. Gera má ráð fyrir að húsmæðrahugmyndafræðin hafi ráðið þessu. Rannsóknin sýnir að líklegra var að kennari í föstum heimangönguskólum og heimavistarskólum væru með kennarapróf en þeir sem kenndu í farskólum. Ekki fannst mikil munur á menntun kennara út frá kyni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Félagsleg og lýðfræðileg einkenni íslenskra barnakennara á Vesturlandi um miðbik 20. aldar .pdf | 510.86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 39.16 kB | Lokaður | Yfirlýsing |