is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39737

Titill: 
  • Leikandi barn lærir : þátttaka barna í útinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed. gráðu í Leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að varpa ljósi á hvernig frjáls leikur, flæði og sköpun birtist í útinámi í einum leikskóla og hvert hlutverk kennarans sé í útinámi barna. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig birtast frjáls leikur, flæði og sköpun í útinámi og hvert er hlutverk kennara í útinámi leikskólabarna? Gerð var starfendarannsókn sem beindist að hlutverki kennarans í útinámi leikskólabarna með áherslu á frjálsan leik, flæði og sköpun. Vettvangsathugun fór fram í útinámstíma í leikskólanum Álfheimum á Selfossi, skráningar framkvæmdar með myndatöku og myndböndum og samtöl og atburðir skráðir upp úr þeim. Stuðst var við kenningar Olofssons um frjálsan leik, Csikszentmihalyi um Flæði og kenningu Dewey um nám í verki. Einnig er fjallað um hugleiðingar Jordet um útikennslu, Fröbel og Vygotsky um nám og leik og um fjölgreindarkenningu Gardners. Megin niðurstöður voru þær að þátttaka og áhugi séu lykilþættir í útinámi barna og að hlutverk kennara sé að styðja þá og efla.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SGKjart.Bed.pdf216.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_SGK.jpg2.83 MBLokaðurYfirlýsingJPG