is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39738

Titill: 
  • Með stærðfræði í fótunum : samþætting hreyfingar og stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stærðfræði virðist vera á vegi okkar hvert sem litið er og almennrar kunnáttu hennar krafist í nútímasamfélagi. Í þessu lokaverkefni er farið í mikilvægi hreyfingar innan veggja skólans og þá kosti sem hún hefur í för með sér. Fræðilegi hluti verkefnisins rýnir einnig í mikilvægi almennrar stærðfræðikunnáttu og megintilgang stærðfræðinnar út frá aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið samanstendur af greinargerð og kennsluefni fyrir kennara og nemendur í 3. - 4. bekk í grunnskóla. Markmiðið var að búa til gott og vandað kennsluefni þar sem hreyfing í stærðfræði er höfð í fyrirrúmi og kennslustundir miðast ekki við það eingöngu að nemendur sitji og læri í bók. Við uppsetningu verkefnisins voru hæfniviðmið úr Aðalnámskrá gunnskóla (2013) höfð í huga. Rauði þráðurinn í þessu verkefni er rúmfræði og er því einnig fjallað um hana fræðilega í greinargerðinni. Verkefnið er unnið til B.Ed.-gráðu við deild faggreinakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Það er von höfundar að kennsluefnið nýtist kennurum eða í það minnsta opni augu þeirra fyrir fjölbreytileika í kennslu og samþættingu hreyfingar í stærðfræðinámi.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_lokaverkefni.pdf78.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.Ed. ritgerð - sos83@hi.is -stæ.pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna