is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3974

Titill: 
  • Fæðingarorlof: Samningaviðræður foreldra um ákvörðun á skiptingu orlofsins
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort samningaviðræður eigi sér stað milli foreldra á skiptingu þeirra þriggja sameiginlegu mánuða sem foreldrum býðst til fæðingarorlofs. Ennfremur var kannað hvernig samningaviðræðurnar áttu sér stað og þá helst, hvað ákvarðaði niðurstöðu skiptingarinnar. Síðara markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun foreldra út frá þeirri skiptingu sem átti sér stað í fæðingarorlofinu. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Útvegaði Fæðingarorlofssjóður þátttakendur í rannsóknina. Viðtöl voru tekin við fjögur pör, tvö pör þar sem mæður tóku sameiginlegu mánuðina og tvö pör þar sem feðurnir tóku þá.
    Niðurstöður sýna að samningaviðræður milli foreldra eru mjög takmarkaðar. Var í raun frekar um að ræða samtöl á milli para þar sem fallist var á fyrirfram myndaðar skoðanir. Foreldrar eru mjög skilyrtir gagnvart þörfum barnsins í ákvörðun sinni. Má þá helst nefna þátt brjóstagjafar sem hefur mikil áhrif á skiptingu fæðingarorlofs foreldra. Annar stór þáttur sem kemur að ákvörðum skiptingarinnar eru tekjur heimilanna, en margir foreldrar reyna að skipta orlofinu með hámörkun tekna að leiðarljósi.
    Athyglisvert þykir að þegar rætt var við pörin í sambandi við viðmót á vinnustað gagnvart orlofstöku greindu þau frá jákvæðri reynslu sinni en þegar farið var lengra inn í viðtalið mátti finna vísbendingar um að það sé erfiðara fyrir feðurnar að fá að taka allt orlofið í heild sinni.
    Ályktað er að þörf sé á að fæðingarorlof lækki ekki tekjur heimilanna nema að litlu leyti og sé jafnframt í samræmi við hugmyndir heilbrigðisstétta um brjóstagjöf og þarfir ungbarna. Ennfremur þarf að taka tillit til foreldra og tryggja, að bæði geti tekið óskert orlof og staðið saman að umönnun barnsins.

Samþykkt: 
  • 8.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirfarid_fixed[1].pdf321.17 kBLokaðurHeildartextiPDF