Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39741
Markmið þessa lokaverkefnis er að sýna fram á hversu mikilvæg leiklistarkennsla er og möguleika leiklistar í samþættingu námsgreina. Í aðalnámskrá stendur að allir nemendur hafa rétt á kennslu í leiklist. Þar er einnig rætt um samþættingu námsgreina. Í samþættingu námsgreina skiptir máli að kennarar ræði sín á milli um nálgun og útfærslu kennslunnar. Það leiðir til faglegra leiða og lausna og eykur skilning nemenda á hvernig námsefni og listsköpun geta verið samofin heild. Í þrjátíu ár hef ég unnið með aðferðina um samþættingu námsgreina við leiklist á ýmsum skólastigum. Aðferðin hefur reynst gefandi og er nátengd hugmyndinni um opinn skóla, sem leggur áherslu á frelsi nemenda og að þeir hafi val um hvað þeir gera, hvernig og hvenær. Í skólastarfi gagnast leikur í kennslu sem getur aukið þroska, skilning og félagsfærni. Skólastarf ætti að mínu mati að efla alhliða þroska nemenda og bjóða þeim að nálgast námsefnið við hæfi hvers og eins á þann hátt að þekking, leikni og hæfni sitji eftir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed lokaverkefni - SSS.pdf | 783.55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_SSS.jpg | 1.19 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |