Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39744
Ritgerð þessi er lokaverkefni til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á íslensku sem faggrein. Í henni er fjallað um stöðu bókmenntakennslu í grunnskólum landsins og hvaða gildi bókmenntir hafa fyrir börn og unglinga.
Í fyrsta kafla er fjallað á fræðilegum grunni um hvað felist í hugtakinu „barnabókmenntir“, þær skiptu skoðanir sem hafa verið um hvernig skuli flokka þær og hver sérkenni þeirra eru.
Í öðrum kafla er fjallað um upphaf barna- og unglingabókmennta á Íslandi, hvernig þær þróuðust í takt við samfélagið, hvaða bækur voru vinsælar og um höfunda þeirra.
Í þriðja kafla er farið yfir birtingarmyndir bókmennta í Aðalnámskrá grunnskóla frá árunum 1999 til dagsins í dag og hvaða hæfniviðmið hafa verið sett fram fyrir lestur og bókmenntir.
Í fjórða kafla er skoðað hver staða bókmenntakennslu er í grunnskólum út frá rannsóknum ásamt viðhorfi kennara og nemenda til kennslunnar. Sýndu helstu niðurstöður að meiri kennslu vantaði á nútímabókmenntum, að kennarar hefðu áhyggjur af orðaforða og lesskilningi nemenda og að nemendur tengdu bókmenntir almennt við skóla, próf og eitthvað sem þeim þótti óspennandi.
Í fimmta kafla eru tekin fram gildi bókmenntakennslu út frá Aðalnámskrá og niðurstöðum rannsókna á bókmenntakennslu. Gildi bókmennta felst í jákvæðum áhrifum á mál og læsi, upplifuninni sem fæst við yndislestur og þeim grundvelli sem þær skapa fyrir umræðu um siðferðisleg málefni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
máttur bókmenntakennslu - sunna kristin.pdf | 477.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing sunna kristín.pdf | 109.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |