is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39745

Titill: 
  • Mikilvægi hreyfingar og styrktarþjálfunar aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um mikilvægi hreyfingar og styrktarþjálfunar fyrir eldri borgara. Einnig er farið almennt yfir hreyfingu og mikilvægi hennar, ásamt svefni og næringu eldri borgara. Efni ritgerðarinnar er sótt í rannsóknir sem gerðar hafa verið, ritrýndar greinar og fræðibækur. Hreyfing hjá fólki fer almennt dvínandi þegar það eldist, sérstaklega hjá þeim sem hætta störfum eftir að hafa náð ellilífeyrisaldri. Hreyfing er hins vegar nauðsynleg fyrir þann hóp eins og hún er nauðsynleg fyrir þau sem yngri eru. Það er því vert að fara yfir og skoða hvers vegna og hve mikilvæg hún er. Hreyfing getur stuðlað að bættri heilsu, betri lifnaðarháttum og aukið lífsgleði, ásamt því getur hún gert einstaklingum kleift að búa lengur sjálfstætt og ekki háð þjónustu annarra þegar komið er á elli árin. Hreyfing þarf ekki að vera flókin né erfið. Hreyfing í 30 mínútur á dag í meðal ákefð eða mikilli ákefð er hæfileg til að stuðla að bættri heilsu og auknum lífsgæðum. Hreyfingin getur verið allt frá göngu í hverfinu þínu yfir í skipulagða íþróttastarfsemi líkt og körfubolta. Misjafnt er hvað hentar hverjum og einum enda eru allir einstaklingar og áhugamáli þeirra ólík.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi hreyfingar og styrktarþjálfunar aldraðra - Svandís Helga.pdf993.14 kBLokaður til...10.11.2062HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf219.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF