is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39747

Titill: 
  • Tvítyngi og læsi : mikilvægi móðurmáls fyrir læsi og námsárangur tvítyngdra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er fræðileg heimildaritgerð. Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi móðurmáls fyrir læsi og námsárangur tvítyngdra barna. Áhugi minn á efninu er annars vegar tilkominn vegna þess að ég er sjálf tvítyngd og hins vegar vegna þess að í nútíma samfélagi þá fer tvítyngdum börnum fjölgandi í leik- og grunnskólum landsins. Því fannst mér góð ástæða til þess að skoða þetta ákveðna viðfangsefni og rannsóknarspurning ritgerðar minnar er; „Hvernig getur góð undirstaða í móðurmáli stuðlað að betra læsi og námsárangri tvítyngdra barna“.
    Í dag eru tvítyngd börn fleiri en nokkurn tímann og því er nauðsynlegt að gera grein fyrir mikilvægi móðurmáls hjá þessum börnum og styðja þau tungumáli sínu. Niðurstöður rannsóknar minnar sýndu að þau börn sem höfðu góðan grunn í móðurmáli sínu gátu nýtt sér þá færni og fyrri þekkingu og fært hana yfir á ríkjandi tungumál samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tvítyngi og læsi.pdf450.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf198.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF