is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39749

Titill: 
  • Allir eiga rétt á tækifæri : möguleikar fatlaðs fólks á atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um möguleika fólks með þroskahömlun til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Hún byggir á fræðilegum heimildum um efnið og rannsóknum. Farið er yfir sögulega þróun í takt við gildandi hugmyndafræði á hverjum tíma. Stiklað er á stóru um eðli þeirra atvinnutilboða sem standa fötluðu fólki til boða í dag. Stefna stjórnvalda og nýlegar skýrslur um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks verða til umfjöllunar. Amerískt verkefni er nefnist Project SEARCH verður kynnt. Það miðar að því að aðstoða fólk með þroskahömlun við undirbúning og ráðningu í störf á almennum vinnumarkaði sem fullgildir þátttakendur til jafns við aðra starfsmenn. Að lokum verður fjallað um hverju slíkt verkefni myndi bæta við möguleika fólks með þroskahömlun til atvinnu á almennum vinnumarkaði á Íslandi. Niðurstöður mínar eftir skoðun á efninu eru þær að betur má ef duga skal ef tryggja á tækifæri til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Hæg þróun hefur verið í málaflokknum hingað til. Fólk með þroskahömlun hefur setið eftir þegar kemur að fullri þátttöku á vinnumarkaði og mikilvægt er að huga sérstaklega að því að gera úrbætur í þeim efnum, leita nýrra leiða til að fjölga tækifærum.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Valgerður Unnarsdóttir lokaeintak.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni Valgerður Unnarsdóttir 2021.pdf178.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF