is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3975

Titill: 
  • Stundum er gott að hlusta : rannsókn á hugmyndum og skoðunum heyrnarlausra um „blöndun“ heyrnarlausra í skólum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um upplifun ólíkra hópa á sameiningu Hlíðaskóla og Vesturhlíðaskóla, skóla heyrnarlausra, og hvaða breytingar það hafði í för með sér fyrir heyrnarlausa. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2003 – 2005 en einnig var haft samband við hlutaðeigandi á árunum 2007 - 2008 til að athuga hvaða breytingar hefðu orðið á innra starfi skólans. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að varpa ljósi á tilgang og fyrstu spor sameiningar Hlíðaskóla og Vesturhlíðaskóla og hins vegar hvernig til tókst með tilliti til hagsmuna heyrnarlausra/heyrnarskertra nemenda. Átta viðmælendur störfuðu í Hlíðaskóla. Fimm viðmælendur tengdust hagsmunasamtökum heyrnarlausra. Fimm viðmælendur voru Döff fullorðnir. Aldur þeirra var á bilinu 20 – 50 ára. Þá var einnig rætt við tvo foreldra heyrnarlausra nemenda og starfsmann Fræðslumiðstöðvar. Alls var tuttugu og einn þátttakandi í rannsókninni, en níu þeirra voru lykilviðmælendur mínir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhyggjuefni og ábendingar Döff og hagsmunasamtaka þeirra hafi átt við rök að styðjast hvað varðar viðhorf heyrandi gagnvart heyrnarlausum, verndun táknmálsins og menningu heyrnarlausra. Ennfremur benda niðurstöður til þess að félagsleg einangrun heyrnarlausra hafi ekki verið rofin með þessari sameiningu.
    Lykilorð: Döff, tvítyngi heyrnarlausra, táknmálssvið, menning heyrnarlausra.

Samþykkt: 
  • 8.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf469.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna