Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39751
Félagsmiðstöðvar eru aðsetur fyrir unglinga til að þroskast og vaxa. Starfið hefur forvarnagildi ásamt því að vera vettvangur félagslegra samskipta og afþreyingar fyrir ungt fólk. Starfsmenn félagsmiðstöðva skipta gríðarlegu máli þegar kemur að mótun félagsmiðstöðvastarfs. Fólkið sem þar starfar eru mikilvægar fyrirmyndir og ber veigamikla ábyrgð, þar sem framtíð unga fólksins er í húfi. Lagalegur rammi starfsins er þó að skornum skammti hérlendis og umgjörðin um starfið ekki nógu vel skilgreind. Því veltir höfundur fyrir sér áhuga og vilja stjórnvalda í að sinna málefnum æskulýðsins. Í þessu verkefni var stefna íslenskra stjórnmálaflokka varðandi félagsmiðstöðvar rannsökuð. Skoðuð voru fyrirliggjandi gögn, svo sem stefnuskrár og fundargerðir, og samband var haft við Alþingismenn á núverandi kjörtímabili (2017-2021). Nokkuð er fjallað um málefni æskulýðsins og tómstundir í stefnu stjórnmálaflokka, en þó lítið, og hvergi minnst á félagsmiðstöðvar. Höfundur vonast til þess að verkefnið sýni fram á mikilvægi félagsmiðstöðva og starfsmanna þeirra, sem ýti undir úrbætur á umgjörð fagstéttarinnar. Nú sem aldrei fyrr er þörf á fagmönnum í frístundaþjónustu og einnig er tómstunda- og félagsmálafræðin ört vaxandi námsgrein. Að því sögðu er mikilvægt að stjórnvöld, almenningur og fagstéttin sjálf átti sig á nauðsyn félagsmiðstöðva og séu tilbúin að stuðla að jákvæðri þróun þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skipta-félagsmiðstöðvar-máli-á-Íslandi.-Vilborg-Hardardottir. .pdf | 476,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.jpg | 2,24 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |