is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39753

Titill: 
  • Hreyfing á yngsta skólastigi : mikilvægi skipulagðra hreyfistunda á leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er mikilvægi skipulagðra hreyfistunda innan veggja leikskólanna skoðað. Velt er upp þörfinni fyrir menntaða íþróttakennara á leikskólum og mikilvægi þess að uppfylla öll svið hreyfiþarfarinnar svo börnin öðlist góðan alhliða hreyfiþroska. Í Aðalnámskrá leikskólanna er fjallað um mikilvægi heilbrigðis og vellíðunar en lítið sem ekkert er fjallað um hreyfingu og mikilvægi hennar. Markmið er varða hreyfingu leikskólabarna eru því nokkuð óskýr og framsetning þeirra ómarkviss. Með verkefninu vill höfundur varpa ljósi á mikilvægi skipulagðra hreyfistunda á leikskólum og mikilvægi þess að hluti starfsmanna leikskólans séu faglærðir íþróttafræðingar sem koma að hreyfingu barnanna. Eftir lestur fjölmargra vísindagreina eru niðurstöðurnar skýrar; skipulagðar hreyfistundir undir handleiðslu sérfræðinga á sviði íþrótta og hreyfingar eru langtum árangursíkari en frjáls hreyfing þar sem börnin fá enga handleiðslu. Til að auðvelda leikskólakennurum undirbúning fyrir hreyfistundir í leikskóla, hefur höfundur hannað aðgengilega hreyfiseðla fyrir leikskólakennara til að stjórna skipulögðum hreyfistundum með það að markmiði að uppfylla alla þá mikilvægu þætti sem snerta grunnhreyfifærni leikskólabarna.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð Þórhildur Vala Kjartansdóttir.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf204.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF