Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39755
Þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed.-gráðu á sviði grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar innan Háskóla Íslands vorið 2021. Lokaverkefnið skiptist í tvennt, þ.e. annars vegar verkefnasafn fyrir kennslu samfélagsgreina á unglingastigi grunnskóla og hins vegar greinargerð um verkefnasafnið.
Verkefnasafnið inniheldur sjö fjölbreytt verkefni sem flest eiga það sameiginlegt að fjalla um „brothætt“ svæði. Tilgangurinn er fjölga verkefnum sem unglingakennarar hafa úr að velja til þess að auka skilning nemenda á hugtökum tengdum samfélagslegum álitamálum og tengjast átökum innan og milli svæða. Í þessum verkefnum er sjónum kennara beint að svæðum sem lítið er fjallað um í útgefnu og aðgengilegu námsefni fyrir grunnskóla en þessi svæði, saga þeirra og staða í dag, hefur reglulega verið í fréttum.
Verkefnin, inntak þeirra og framsetning eru byggð upp með hliðsjón af kenningum Johns Dewey og Levs Vygotsky um nám og þroska unglinga. Auk þess var byggt á flokkun Benjamins Bloom á markmiðum og spurningum svo viðfangsefni og spurningar reyndu með fjölbreyttum hætti á nemendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Evrópa-í-átökum- vps1@hi.is.pdf | 447.58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_lokaverkefni - vps1@hi.is.pdf | 154.29 kB | Lokaður | Yfirlýsing |