Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39757
Stærðfræði er ekki aðeins vísindi talna og forma heldur er hún forsenda fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Stærðfræði samanstendur af ótal grunnþáttum sem þarf að ná tökum á áður en lengra er haldið. Áríðandi er að hafa í huga að stærðfræðinám byrjar ekki með talningu, rétt eins og við getum sagt að tungumálanám hefjist ekki með málfræði (Lietavcová og Lišková, 2018, bls. 9). Börn mynda sér viðhorf til stærðfræði á unga aldri og því er nauðsynlegt að leikskólar hafi góða stærðfræðikennslu sem hæfir þroska þeirra. Í þessu verkefni verður fjallað um hlutverk leikskólakennarans í þróun stærðfræðilegrar þekkingar hjá leikskólabörnum og hvert viðhorf leikskólanámskrár er til stærðfræðinnar. Skoðað verður hvernig börn á leikskólaaldri nýta stærðfræði og hvaða aðferðir er hægt að nota til að kenna þeim stærðfræðileg hugtök. Farið verður yfir helstu inntaksþætti stærðfræðinnar og búin voru til dæmi um verkefni og leiki sem gætu gagnast kennurum í stærðfræðikennslu. Markmið verkefnis er fyrst og fremst að upplýsa lesendur um mikilvægi stærðfræði og hvernig kennarar geta eflt stærðfræðikennslu sína.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni B.Ed..pdf | 1,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð.pdf | 4,17 MB | Lokaður | Yfirlýsing |