is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39758

Titill: 
 • "Þetta er svo miklu skemmtilegra og sveigjanlegra" : starfshættir í opnum skólastofum
 • Titill er á ensku „It is so much more enjoyable and flexible“ : teaching and learning in the open classroom
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta meistaraprófsverkefni er eigindleg rannsókn á starfsháttum í opnum skólastofum. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á stöðu hugmyndafræðinnar um opna skólastofu í grunnskólum um þessar mundir. Rannsóknin er unnin út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða starfshættir eru ríkjandi í opnum skólastofum í grunnskólum? Haft er í huga hvernig skipulagningu skólans og skólastofunnar er háttað, hvernig kennsla er skipulögð, hvort um teymiskennslu sé að ræða, hvaða kennsluaðferðir eru notaðar, hvernig rýmin hafa þróast og loks hvort hávaði í skólastofunum sé truflandi.
  Framkvæmd var tilviksrannsókn (e. case study) þar sem tekin voru fjögur hálfopin viðtöl við kennara í opnum skólastofum og framkvæmdar vettvangsathuganir. Gagnaöflun fór fram í febrúar 2020 í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru valdir með markmiðsbundnu úrtaki (e. purposeful sampling) en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað í opinni skólastofu, en hafa gert það mislengi.
  Megin niðurstöðurnar eru þær að starfshættir í þátttökuskólunum eru nokkuð fjölbreyttir en einnig er haldið í hefðbundna kennsluhætti og hefðbundnar skólastofur nýttar. Niðurstöður sýndu að þróun skólastofanna geti snúist í andhverfu sína því á unglingastigi í einum skólanna hefur opna rýmið verið stúkað af og út frá því búnar til hefðbundnar skólastofur. Niðurstöður mínar benda til að hugtökin opinn skóli og opin skólastofa séu lítt eða alls ekki notuð hin síðari ár og tel ég að önnur hugtök hafi tekið yfir sömu eða svipaða hugmyndafræði; þ.e. fyrst einstaklingsmiðað nám í upphafi þessarar aldar og nú síðast nemendamiðað nám. Út frá rannsóknarvinnu minni hef dregið ég þá ályktun að enn nýrra hugtak hafi tekið yfir hugmyndafræðina um opinn skóla og opnar skólastofur. Með hliðsjón af lýsingum á því hvernig skólastarf er í svo kölluðum teymiskennsluskólum, t.d. út frá kennsluháttum, samvinnu kennara og skipulagningu skóla, þá sýnist mér að það gæti verið nýjasta hugtakið yfir það sem var áður kallað opin skólastofa.

 • Útdráttur er á ensku

  This master thesis is a qualitative research on teaching and learning in the open classroom. The aim of the study is to shed light on the present status of the ideology on open classroom in Icelandic compulsary schools. The research question being: What classroom practices are predominantly used in the open classroom in compulsary schools? The focus is on the structure of the school and the classroom, the planning of teaching, team teaching (if used) as well as other teaching methods, how the use of space within the school building has progressed and finally the level of noise in the classroom. The study is a case study with four half open interviews with teachers in open classroom and classroom field observations. Collection of data took place in February 2020 in three schools in the capital area. Participants were chosen with purposeful sampling and they all have in common that they have worked in open classroom for varying lengths of time. The main findings conclude that the classroom practices vary to some degree in these classrooms and that the teachers use different teaching methods most of which are likely to be found in an open classroom. The results show that the change of the classroom itself can lead to its antithesis where the open classroom has been divided into sections that serve as traditional classrooms. My results suggest that today the concepts open school and open classroom have been used sparingly or not at all in the last few years. It seems to me that they have been replaced by other concepts which refer to this or similar ideology, i.e. differentied teaching and learning in the beginning of this century and in later years student-centered learning. From my research I draw the conclusion that yet another concept is emerging and which seems to include the concept of open school and open classroom. Considering the classroom practices in the so called team teaching schools, e.g. their teaching methods, cooperation of teachers and general organization of the schools and the classrooms, it seems to me that this concept (team teaching) is now being used to refer to the ideology that used to be called the open classroom.

Samþykkt: 
 • 11.8.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni - Björg Gunnarsdóttir.pdf919.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf173.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF