is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39764

Titill: 
  • Áhrif umhverfis á útskilnað niturs í kúamjólk
  • Titill er á ensku Environmental factors associated with urea excretion in milk in Icelandic dairy cows
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áhrif umhverfis á útskilnað niturs (úrefnisstyrk) í mjólk íslenskra kúa hafa ekki áður verið sérstaklega rannsökuð á kerfisbundinn hátt. Samband á milli úrefnisstyrks og annarra innihaldsefna í mjólk íslenskra kúa er einnig óþekkt sem og hvaða áhrif aukinn úrefnisstyrkur hefur á nyt, frjósemi og fjölda burða (endingu) íslenskra kúa. Þar sem erlendar rannsóknir gefa ekki einhliða niðurstöður og breytileiki er í úrefnisstyrk á milli kúakynja, þá er erfitt að heimfæra niðurstöður erlendra rannsókna á úrefnisstyrk yfir á íslenskar kýr. Rannsókn þessi leitaðist við að svara því hver áhrif umhverfis eru á úrefnisstyrk í íslenskri kúamjólk og hvernig nýta megi niðurstöður úrefnismælinga sem bústjórnartæki. Notast var við 49.464 einstaklingsmælingar af 6.323 mjaltaskeiðum (afurðamælingar) frá 3.530 kúm af 33 búum við úrvinnslu gagna. Auk þess var spurningalisti lagður fyrir bændur og niðurstöður hans notaðar til að leggja mat á hvað veldur breytileika á milli búa. Meðalúrefnisstyrkur í mjólk íslenskra kúa var 6,2±1,4 mmól/l en hann breyttist eftir stöðu á mjaltaskeiði (DIM), eftir árstíma og með auknum fjölda mjaltaskeiða (aldri). Marktækt veikt ólínulegt samband var á milli úrefnisstyrks og annarra innihaldsefna í mjólk en jákvætt samband var á milli úrefnisstyrks og nytar sem og bils á milli burða. Úrefnisstyrkur hafði ekki áhrif á endingu kúa. Breytileiki á úrefnisstyrk á milli kúa innan búa skýrist líklega af getu kúnna til að innbyrða fóður og jafna sig á neikvæðu orku- og próteinjafnvægi í upphafi mjaltaskeiðs. Breytileika á úrefnisstyrk á milli kúabúa mátti einna helst rekja til próteinstyrks í gróffóðri. Sterkt jákvætt samband var á milli úrefnisstyrks í mjólk og próteinsstyrks í gróffóðri. Próteinmagn í kjarnfóðri skýrði til viðbótar við próteinmagn í gróffóðri lítinn breytileika á úrefnisstyrk í mjólk. Nota má efnamælingar á úrefnisstyrk í mjólk sem bústjórnartæki en varast skal að draga of miklar ályktanir út frá einu sýni.

  • Útdráttur er á ensku

    The relationship between environmental factors and urea concentration in milk has not been systematically studied in Icelandic dairy cows. Studies in other countries report different results and urea concentration varies between breeds, therefore, it is important to study each breed individually. The objective of this study was to determine the association between milk urea concentration (MU) and fat-, protein-, casein- and lactose percentage, somatic cell count (SCC), free fatty acids (FFA), seasonal effects, parity, and days in milk in Icelandic dairy cows. The association between MU and milk yield, longevity, and fertility was also studied. Test-day MU data and production data were obtained from the database of the Farmers Association of Iceland. The total data included 49.464 test day MU data and 6.323 production data from 3.530 cows belonging to 33 farms. A questionnaire was submitted to the farmers and the results were used to indicate what may cause different MU concentrations between farms. The mean MU concentration was 6,2±1,4 mmol/l. There was a weak non-linear relationship between MU concentration and days in milk, fat-, protein-, casein- and lactose percentage, SCC, and FFA while there was a positive relationship between MU concentration and milk yield, fertility (calving interval), and age at first calving. There was no relationship between MU concentration and longevity. The results suggest that variability in MU concentration within herds is most likely due to different genetic capabilities of cows. Variability in MU concentration is associated with different protein concentrations in bailed hay between farms. There was a strong positive relationship between on-farm MU concentration and protein concentration in baled hay fed to the dairy cows. Finally, the results indicate that MU concentration might be used as a tool in herd management.

Samþykkt: 
  • 16.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Áhrif umhverfis á útskilnað niturs í kúamjólk - Guðrún Björg Egilsdóttir.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna