en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39766

Title: 
 • Title is in Icelandic Áskoranir stjórnenda við innleiðingu stefnu eftir formbundinni aðferðafræði 4DX og sjálfsprottnu ferli
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknir á mótun stefnu fyrirtækja hafa verið mun meira áberandi en rannsóknir á innleiðingu stefnu. Mótun og innleiðing stefnu ættu að vera jafn mikilvægir þættir, því að mótun stefnu hefur meiri tilgang ef hún er innleidd með árangur í huga. Að innleiða stefnu getur verið þrautin þyngri fyrir stjórnendur og flókið ferli, en ýmsar aðferðir hafa verið hannaðar til að auðvelda stjórnendum verkið. Engin ein aðferð hefur hins vegar orðið ráðandi og ekkert orsakasamband fundist milli framkvæmdar við innleiðingu stefnu og árangurs. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtækjum mistekst oft í yfir 70% tilfella að innleiða nýja stefnu en ástæðan fyrir því eru hinar ýmsu áskoranir sem verða á vegi stjórnenda við gerð stefnu og við framkvæmd innleiðingu hennar. Í þessari rannsókn var innleiðing stefnu hjá tveimur hópum stjórnenda borin saman og reynt að gera grein fyrir hvaða áskoranir urðu á vegi þeirra. Við öflun gagna var stuðst við eigindlega aðferðafræði þar sem hálfopin viðtöl voru tekin við átta viðmælendur. Þeir komu annars vegar frá fyrirtækjum sem innleiddu sína stefnu með sjálfsprottnu ferli án aðferðafræði og hins vegar frá fyrirtækjum sem innleiddu sínar stefnu eftir formbundinni alþjóðlegri aðferðafræði 4DX sem ráðgjafafyrirtækið FranklinCovey International leggur upp með.
  Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að hópur stjórnenda sem studdist við sjálfsprottna aðferð við innleiðingu stefnu upplifði áskoranir við að gera framtíðarsýnina skiljanlega öllum. Erfitt var að miðla upplýsingum, fylgja stefnu eftir, vita hvenær markmiðum var náð og hafa áhrif á menningu innan fyrirtækja. Á hinn bóginn upplifði hópur stjórnenda sem studdist við formbundna aðferð við innleiðingu stefnu áskoranir við að finna skuldbindingar og verkefni fyrir alla starfsmenn til að geta tileinkað sér nýjar breytingar, innleiða stefnu sem allir starfsmenn tengdu við og gátu þar af leiðandi tileinkað sér, auk skorts á úthaldi við innleiðingu stefnu. Mótspyrna starfsmanna til nýrra stefnu breytinga var eina áskorunin sem kom upp innan beggja hópa óháð hvaða aðferð var stuðst við til innleiðingar stefnu. Niðurstöður þessarar rannsóknar ætti því í framhaldi að geta nýst stjórnendum við ákvarðanatöku, til að vita hvaða aðferð hentar þeirra fyrirtæki og hvaða áskoranir vert er að hafa í huga. Með því móti geta stjórnendur auðveldað sér innleiðingarferlið.

 • Abstract is in Icelandic

  Studies on the strategy formulation of companies have been more prevalent than studies on strategy execution within companies. However, the formulation and execution of strategy should be equally as important for success, as strategy formulation is more useful if it is executed with success in mind. To execute a strategy can be a challenge for executives and be a complicated process. Various methods have been designed to simplify the process for executives. No method has however come up on top and no correlation between how a strategy is implemented and its success. Studies have showed that companies fail to implement strategy in 70% of cases. The reason for this is the many challenges that face executives in formulating and executing strategy.
  In this study, strategy execution of two groups was compared and attempted to assess the challenges they faced in the process. The gathering on data was done by qualitative research where half-open interviews were had with eight different interviewees. They were on one hand from companies that had executed their strategy according to an emergent, non-predetermined, method. And on the other hand, companies which executed strategy by the predetermined international methodology 4DX, which the consultant company FranklinCovey International formulated.
  The main conclusions of this study indicate that within both executive groups the management and executives were involved in the decision making of the strategy formulation and execution. With the help of a group of employees that had the task of leading the strategy execution. There was a big difference in the challenges that the two groups experienced with executing strategy. The group of executives that executed strategy according to emergent method experienced difficulties with making the companies vision understandable to every employee. There were difficulties conveying information, following up with strategy, know when goals had been achieved and have influence on the company’s culture. The group of executives that executed strategy according to the 4DX method experienced difficulties in finding responsibilities and assignments for every employee that needed to dedicate to the new changes. There were also difficulties executing strategy that all employees could relate to and be dedicated to. As well as lack of stamina to see the strategy execution through. The resistance of employee to change was the only challenge that was mutual between both groups. The results of this study should therefore, in the future, be useful for executives in decision making. What method of strategy execution is suitable for their company and what challenges should be considered and could possibly help executives with the execution process.

Accepted: 
 • Aug 17, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39766


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þóra_Sigurðardóttir_Lokaskil2021.pdf932 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf151.91 kBLockedDeclaration of AccessPDF