is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39767

Titill: 
  • Tímasetningar bólusetninga barna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Bólusetningar eru áhrifaríkar, hindra farsóttir, koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og eru hagkvæmar. Á Íslandi er góð þátttaka í bólusetningum, yfir 90% barna eru bólusett. Ef seinkun verður á bólusetningum barna getur það gert þau berskjaldaðri fyrir smitsjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort bólusetningar barna á Íslandi væru gefnar á réttum tíma samkvæmt tilmæli landlæknis. Bólusetningar sem gefnar voru snemma og seint voru skoðaðar og hvort heilbrigðisumdæmi, fæðingarárgangur eða heimsfaraldur COVID-19 hefðu þar áhrif. Efni og aðferðir: Í rannsókninni var stuðst við bólusetningagagnagrunn varðandi upplýsingar um bólusetningar barna við þriggja til 18 mánaða aldur á árunum 2016 til 2020. Þar kom fram aldur barnanna í dögum við bólusetningu, fæðingarmánuður og heilbrigðisumdæmi. Skoðað var hvort bólusetningarnar væru gefnar á réttum tíma, snemma, seint eða þeim hafnað. Réttur tími var talinn vera tvær vikur til eða frá markmiði.
    Niðurstöður: Við þriggja mánaða aldur fengu 90,6% barna DKTPHib og Pneumókokka bólusetningu á réttum tíma. Við fimm mánaða aldur var hlutfall barna sem fékk bólusetningarnar á réttum tíma 87,2% og 73,6% við 12 mánaða aldur. Bólusetning gegn meningókokkum C var gefin á réttum tíma hjá 77,7% barna við sex mánaða aldur og 75,8% barna við átta mánaða aldur. Hlutfall barna sem var bólusett gegn hlaupabólu árið 2020 á réttum tíma var 57,7% við 12 mánaða aldur og 70,2% við 18 mánaða aldur. MMR bóluefni var gefið við 18 mánaða aldur, 48,7% barna voru bólusett á réttum tíma en 36% barna fékk bóluefnið snemma. Hlutfall seinkaðra bólusetninga minnkaði árin 2016-2018, bólusetningar voru frekar gefnar seint á landsbyggðinni og COVID-19 jók hlutfall þeirra bólusetninga sem seinkaði ásamt því að færri bólusetningar voru gefnar snemma.
    Ályktanir: Meirihluti barna var bólusettur á réttum tíma miðað við bólusetningaskema en þó var um fjórðungur 12 mánaða barna með seinkun á sínum bólusetningum. Tafir urðu á bólusetningum barna gegn hlaupabólu árið 2020 vegna skorts á bóluefni á Íslandi. Ljóst var að heimsfaraldur hafði áhrif á tímasetningar bólusetninga ásamt viðkomandi heilbrigðisumdæmi þar sem bólusetning var gefin.

Samþykkt: 
  • 17.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Alma_Glod.pdf1.71 MBLokaður til...16.08.2023HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Alma.pdf437.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF