is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39770

Titill: 
  • Framsetningaráhrif tölulegra upplýsinga á skynjaðan alvarleika í heimsfaraldri: Hlutfallsleg tíðni, prósentur og myndir
  • Titill er á ensku Framing effects of statistical information on perceived seriousness of a global pandemic: Natural frequencies, percentages and figures
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Framsetning tölulegra upplýsinga getur haft áhrif á mat fólks þótt upplýsingarnar séu tölfræðilega þær sömu. Rannsóknir sýna að ólík framsetning leiðir til ólíks mats fólks á gögnum og að munur er á úrvinnslu fólks á upplýsingum eftir því hvort framsetningin er í formi hlutfallslegrar tíðni eða prósenta og/eða mynda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver áhrif framsetningar á tölulegum upplýsingum eru á mat á alvarleika þjóðfélagsástands í kórónuveirufaraldri. Með hliðsjón af fyrri rannsóknum var búist við að þjóðfélagsástandið yrði metið alvarlegra þegar upplýsingar væru birtar í formi hlutfallslegrar tíðni. Netkönnun var send út á 8.377 grunnnema við Háskóla Íslands og hentugleikaúrtak af samfélagsmiðlum. Könnunin innihélt tölulegar upplýsingar sem hafa verið gefnar út um fjölda andláta og greindra smita vegna COVID-19 á Íslandi þar sem kannað var hvort munur var eftir því a) hvort gefin er upp hlutfallsleg tíðni eða prósentur, b) hvort aukinn talnaskilningur leiði til minni framsetningaráhrifa og c) hvort upplýsingar eru settar fram myndrænt eða ekki. Þátttakendur mátu staðhæfingar listans út frá skynjuðum alvarleika, svöruðu spurningum sem meta talnaskilning og gáfu bakgrunnsupplýsingar. Niðurstöður bentu að hluta til þess að fólk skynjaði þjóðfélagsástandið í kórónuveirufaraldrinum alvarlegra þegar upplýsingar voru birtar sem hlutfallsleg tíðni samanborið við prósentur. Ekki var unnt að álykta um áhrif tölulegra upplýsinga í myndrænni framsetningu í þessari rannsókn. Niðurstöður gætu eigi síður nýst þeim sem að þurfa að koma mikilvægum tölulegum upplýsingum á framfæri til almennings.

  • Útdráttur er á ensku

    Numerical information can be presented in numerous ways. The framing of numerical information can influence people's judgement, even when the numbers are statistically the same. Research has shown that numerical information is processed differently, depending on whether the information is presented in a frame of natural frequency, percentages, or figures. The goal of this paper was to shed light on how framing numerical information about COVID-19 affects people's perception of the gravity of a global pandemic. Prior research indicated that information in a natural frequency frame would be perceived more dangerous than the same information in a percentage frame. A web survey was sent out to 8.377 undergraduate students at the University of Iceland and a convenience sample was gathered through social media. The survey contained numerical information about COVID-19 that had been issued by the Icelandic government about death by COVID-19 and the proportion of people that were not in quarantine when infected with the virus. The surveys goal was to see if there'd be a difference in people's judgements: a) when information is presented as natural frequencies or percentages, b) when people score high on a test that assesses numeracy, and c) when figures are presented alongside the numerical information. Participants were asked to rate statements and how much danger each evoked, as well as answering two numeracy tests. The results indicated, in part, that people perceive the global pandemic more dangerous when information about death tallies and non-quarantine infections are framed in natural frequency and that numeracy affects the way such judgements are made. However, inferring about the effects of numerical information in a figure frame was not made possible from the data in this research. Nevertheless, the results can give those who have to mediate important numerical information an idea about what sort of framing conveys the meaning of the mediator.

Samþykkt: 
  • 19.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_AVJ_JIH_Skemmuskil.pdf570.61 kBLokaður til...06.09.2064HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf1.63 MBLokaðurYfirlýsingPDF