is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39771

Titill: 
 • Músikmeðferð einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm. Sjáanlegar vísbendingar um líðan.
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þeim sem eru með heilabilunarsjúkdóm fer fjölgandi vegna hærri lífaldurs á heimsvísu. Einkenni heilabilunar eru krefjandi sérstaklega hegðunartruflanir. Rannsóknir sýna að geðrofslyf eru notuð í nokkru mæli til að draga úr hegðunartruflunum en mikilvægt er að skoða aðrar leiðir en lyf, til að bæta líðan sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að mögulega getur músíkmeðferð bætt líðan fólks með heilabilunarsjúkdóma.
  Markmið: Að kanna áhrif músíkmeðferðar á líðan einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.
  Aðferðafræði: Rannsóknin var framsýn megindleg áhorfsrannsókn og notað var mælitækið Music in Dementia Assessment Scales (MiDAS). Við tölfræðilega úrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Þeim sem var boðin þátttaka voru sjúklingar á deild L-4 á Landakoti sem voru í músíkmeðferð á rannsóknartímabilinu.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru 52 einstaklingar (29 konur; 23 karlar), meðalaldur var 78,7 ár (lægst 55 ár, hæst 95 ár, staðalfrávik 10,3). Niðurstöður sýndu að músíkmeðferð hafði jákvæð áhrif á líðan einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm. Heildareinkunn úr mælitækinu gaf til kynna að 50-75% einstaklinga sýndi betri líðan eftir músíkmeðferð og vísbendingar eru um að endurtekin meðferð hafi í sumum tilfellum jákvæð áhrif. Þegar horft er til vísbendinga um líðan samkvæmt einstökum þáttum mælitækisins sést aukinn áhugi (hjá 50% einstaklinga), svörun (50%), frumkvæði (50%), aðild (50-75%) og ánægja (50-75%) hjá þátttakenda.
  Ályktun: Niðurstöður sýna jákvæð áhrif músíkmeðferðar á fólk með heilabilunarsjúkdóm og að hún geti verið gagnleg sér eða samhliða lyfjameðferð til að bæta líðan þeirra sem eru með heilabilunarsjúkdóm. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk hafi í huga kosti músíkmeðferðar þegar meðferð fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm er valin. Jafnframt er mikilvægt að huga að innleiðingu á notkun músíkmeðferðar bæði snemma í sjúkdómsferlinu og þegar einstaklingurinn er kominn á hjúkrunarheimili.
  Lykilorð: Heilabilun, músíkmeðferð, MiDAS, hegðunartruflanir, aldraðir, viðbótarmeðferð.

Samþykkt: 
 • 19.8.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerdfyrirskemmu.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_1493.jpg1.19 MBLokaðurYfirlýsingJPG