is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39776

Titill: 
  • Hvar eru konurnar? Hlufall kvenna í fréttaritstjórnum á Íslandi og möguleg áhrif kynjahalla á fréttir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall kvenna í ritstjórnum fréttamiðla endurspeglar hvorki hlutfall kynjanna sem útskrifast úr blaða- og fjölmiðlanámi né hlutfall kvenna í stétt blaða- og fréttamanna. Staðan á Íslandi er svipuð. Konur eru aðeins ríflega tvær af hverjum tíu aðalritstjórum og fréttastjórum íslenskra fréttamiðla og er hlutfallið nánast það sama á alþjóðavísu. Breytir þá litlu hvort horft er til fjarlægari heimshorna eða nágranna á Norðurlöndunum þar sem jafnrétti kynjanna hefur lengst af verið mest. Hér er grafist fyrir um ástæður þess að konur virðast síður ná á toppinn í fréttamennsku en karlar og er leitað fanga í fræðigreinum og hjá álitsgjöfum, jafnt innanlands sem utan. Mælitækjum á borð við alþjóðlega verkefnið Global Media Monitoring Project og hina íslensku Jafnvægisvog eru gerð skil og rætt er við tvo gamalreynda rit- og fréttastjóra á íslenskum fréttamiðlum. Viðtölin í heild er að finna í viðaukum. Einnig er því velt upp hvort aukið hlutfall kvenna við stjórnvöl fréttamiðla hafi áhrif á fréttaflutning. Svo virðist sem fréttaumfjöllun breytist lítið en áferð fréttanna sé jákvæðari þegar konur eru við stjórn auk þess sem meira er um ítarlega umfjöllun um einstök mál. Hvað viðvíkur lágu hlutfalli kvenna í ritstjórastólum má draga þá ályktun að konur endist skemur í störfum blaða- og fréttamanna en karlkyns samstarfsmenn þeirra og því verði framgangurinn ekki sá sami og karlanna. Enn virðist það svo að erfiðara sé fyrir konur en karla að samræma erilsamt og krefjandi fréttastarfið við barneignir og fjölskyldulíf. Kvenfyrirmyndir í stjórnunarstöðum skortir og hugsanlega má leiða getum að því að konur nýti ekki tengslanet með sama hætti og karlar til að tryggja sér æðstu stöður og halda þeim.

  • Both international and domestic data show that women are less than ¼ of all major news editors around the world despite outnumbering male students in journalism studies at universities and sometimes making up to half of journalists and reporters in the newsrooms. Countries with high scores in gender equality, such as in Scandinavia, are surprisingly no exception. In this essay an attempt is made to explain why women seem less likely than men to reach the highest positions within the world of news. This is done with the help of academic literature and the views of experienced members of the media, mainly in the USA, as well as the international Global Media Monitoring Project and the Icelandic project Jafnvægisvogin. The essay is also based on in depth interviews conducted with two Icelandic editors with long experience in the field of Icelandic journalism and media. The issue is also raised whether or not the editor‘s gender affects the news. Even though gender does not seem to affect what is considered newsworthy the overall tone of the coverage seems to be more positive when women are in charge. Also there are more feature stories to be found in news media run by women. As to why so few women end up behind the editor‘s desk it seems that female journalists do not last as long on the job as their male colleagues and therefore their carrier comes to a halt. Still to this day, it appears to be harder for women than men to combine a hectic and stressful journalism carrier with child rearing and family life. Also women have fewer role models in the workplace since men occupy most leadership positions. Finally, it is worth asking whether women are as capable as men of building a carrier network, use it to land top positions and keep them.
    This thesis is submitted for a Master's degree in Practical Editorship and Theory of Publication in the School of Humanities at the University of Iceland.

Samþykkt: 
  • 27.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvar eru konurnar - Lokaritgerð MA - Birna Lárusdóttir.pdf656.81 kBLokaður til...25.08.2022HeildartextiPDF
LOKAVERKEFNI - YFIRLÝSING TIL SKEMMUNNAR.jpg3.59 MBLokaðurYfirlýsingJPG