is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39778

Titill: 
 • „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ Skipulagning heimakennslu með verkfærum straumlínustjórnunar: sjónarhorn foreldris
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Heimakennsla hefur ekki verið mikið nýtt innan íslensks skólasamfélags og á Íslandi eru frekar strangar reglur þar um. Foreldrar hafa ekki möguleika á að hafa barn sitt í heima-kennslu nema að þau hafi kennsluréttindi, þó sömu foreldrar gætu ráðið sig til kennslu í hefðbundnum grunnskóla. Raddir foreldra sem hafa áhuga á að fá að kenna barni sínu heima hafa orðið æ háværari á síðustu árum. Þekking á ferlum í kringum heimakennslu er þó af skornum skammti jafnt innan skólasamfélagsins sem og á meðal foreldra. Vöntun er á leiðarvísi fyrir foreldra og á skýrari umgjörð frá menntayfirvöldum.
  Markmið rannsóknarverkefnisins var að kortleggja heimakennsluferlið, koma auga á hnökra í ferlinu og greina upplifun foreldris af umsjón heimakennslu. Áhersla var á samskipti hagsmunaaðila skólasamfélagsins og hvernig verkfæri straumlínustjórnunar nýtast við skipulagningu og framkvæmd heimakennslunnar. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem rannsakandi notaði auto-etnógrafíska rannsóknaraðferð. Gögnum er vörðuðu heimakennsluna var safnað og rýnt í upplifun rannsakanda sem kennandi foreldris einkum af samskiptum við hagsmunaaðila, til að mynda fjölskyldu rannsakanda, kennara og starfsfólk úr hverfisskóla.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að mikil vinna felst í því að skipuleggja og framkvæma heimakennslu og afar mikilvægt er að hafa góð verkfæri við hönd til að halda utan um verkefnið. Straumlínustjórnun nýtist vel við verkefnastjórnun heimakennslu og sýnileg stjórnun gefur góða yfirsýn og utanumhald sem gagnast öllum hagsmunaaðilum. 5S kerfi reynist gott til að skipuleggja heimilið og útbúa rými fyrir kennslu. Við utanumhald á hæfniviðmiðum nemenda nýtist litakóðun og Kanban afar vel. Nemendur fá skilvirkari kennslu og einstaklingurinn er hafður í fyrirrúmi.
  Leitast var eftir að gefa innsýn inn í heim heimakennslunnar og varpa ljósi á hvað felst í henni og hvar hnökrar leynast. Það fylgir því mikið álag fyrir foreldri að sjá um menntun barna sinna og nauðsynlegt er að foreldri finni fyrir stuðningi frá hagsmunaaðilum skólasamfélagsins. Skýrari rammi um samstarf og aðkomu grunnskóla í heimakennslu vantar. Það mætti vissulega endurskoða reglugerð um heimakennslu og menntayfirvöld hafa tækifæri til að auka við kennsluaðferðir í íslensku samfélagi sem gætu komið sér vel fyrir nemendur og samfélagið í heild.
  Efnisorð: straumlínustjórnun, heimakennsla, auto-etnógrafísk rannsókn, hagsmunaaðilastjórnun, Ísland

 • Útdráttur er á ensku

  Homeschooling has not been much used within the Icelandic school community and in Iceland there are rather strict rules about it. Parents do not have the opportunity to have their child in homeschooling unless they have the right to teach, although the same parents could hire themselves as teachers in a traditional primary school. The voices of parents who are interested in teaching their child at home have become more and more intense in recent years. Knowledge of processes around homeschooling is, however, scarce both within the school community and among parents. There is a lack of a guide for parents and a clearer framework from the education authorities.
  The aim of the research was to map the homeschooling process, identify shortcomings in the process and analyze the parent's experience of supervising homeschooling. Emphasis was placed on communication between stakeholders in the school community and using process improvement tools in the planning and implementation of homeschooling. This is a qualitative research method in which the researcher used an auto-ethnographic study. Data concerning homeschooling were collected and examined in the researcher's experience as a parent's teacher, especially of interactions with stakeholders, for example the researcher's family, teachers and staff from the district school.
  The main results showed that a lot of work is involved in planning and carrying out homeschooling and it is very important to have good tools at hand to manage the project. Lean management is useful for management of homeschooling and visible management provides a good overview that benefits all stakeholders. The 5S system proves to be good for organizing the home and creating space for teaching, color coding and Kanban are very useful for maintaining students' learning standards. Students receive more effective instruction and the individual is given priority.
  An attempt was made to give an insight into the world of homeschooling and to shed light on what it entails and where difficulties lie. It can be a great burden for a parent to take care of their children's education and it is necessary for the parent to feel supported by the stakeholders of the school community. A clearer framework for co-operation and the involvement of compulsory schools in homeschooling is needed. The regulation on homeschooling could certainly be revised, and the education authorities have the opportunity to increase teaching methods in Icelandic school society that could benefit students and the society as a whole.
  Key words: processs improvement, homeschooling, auto-etnography, stakeholder management, Iceland

Samþykkt: 
 • 30.8.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ASK_Skemman_yfirlysing.pdf203.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ASK_MSritgerd.pdf2.13 MBLokaður til...31.10.2022HeildartextiPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.