is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39783

Titill: 
  • "Teymi en samt einyrkjar". Í átt að betra verkflæði tannsmiða með aðferðum straumlínustjórnunar.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að greina starfsemi tannsmíðastofa út frá sjónarmiðum og aðferðum straumlínustjórnunar. Líkt og titill ritgerðar ber með sér hefur starfsemi tannsmíðastofa oftar en ekki verið í formi einyrkja innan sama teymis þ.e. að teymisvinnu hafi verið ábótavant innan þeirra starfsemi. Það þótt því áhugavert rannsóknarefni að kafa nánar í það með það að leiðarljósi að stefna að betra verkflæði með aðferðum straumlínustjórnunar. Með auknum kröfum og hraða nútíma viðskiptaumhverfis eru gerðar enn meiri kröfur en áður til iðngreina að auka skilvirkni og koma til móts við breytilegar kröfur atvinnulífsins. Straumlínustjórnun hefur að geyma aðferðafræði sem inniheldur ólíkar aðferðir til að ná fram aukinni skilvirkni. Með aðferðum straumlínustjórnunar er hægt að koma auga á flöskuhálsa eða sóun innan framleiðsluferla, og vinna að því að betrumbæta ferlið.
    Framkvæmd var starfendarannsókn sem er ein aðferð eigindlegrar aðferðafræði. Út af eðli rannsóknarinnar þótti það eina aðferðin sem kom til greina þar sem verið var að innleiða breytingar innan skipulagsheildar. Valin var ein tannsmíðastofa sem höfundur jafnframt starfar á og unnið var að því að greina flöskuhálsa innan framleiðsluferils stofunnar, hvernig mætti eyða þeim og auka skilvirkni um leið með aðferðum straumlínustjórnunar. Gögnum rannsóknarinnar var aflað með blandaðri aðferð þar sem tekin voru tvö viðtöl, þrír rýnihópar og þrjár athuganir framkvæmdar. Gögnin leiddu rannsakanda áfram og lögðu línurnar fyrir næstu skref hverju sinni. Það er enda svo að í starfendarannsóknum er ávallt verið að safna gögnum, túlka þau og greina áður en haldið er á næsta stig rannsóknarinnar. Rannsakandi, í samráði við umrædda tannsmíðastofu, ákvað síðan þær aðferðir sem innleiddar voru í starfsemi stofunnar. Þær aðferðir voru hugmyndafræði 5S, Kaizen og Kanban samskiptatafla. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að innleiðing breytinganna gekk mjög vel og skilaði sér í mikilli ánægju þátttakenda með þær. Í reynd mætti segja að breytinganna hafi gætt annars vegar á heildarskipulagi starfseminnar og hins vegar á mannlega þættinum þar sem samskipti og vellíðan í vinnunni jókst. Einnig endurspegluðu niðurstöðurnar mikilvægi þess að leggja mikla áherslu á að fá alla liðsheildina til að skilja og taka þátt í breytingaferlinu líkt og John P. Kotter fjallar um í skrifum sínum. Vonast er til þess að ritgerðin verði til þess að auka enn fremur skilvirkni og starfsemi tannsmíðastofa í heild. Þá vonar höfundur að þessi rannsóknarritgerð verði kveikjan að frekari umbótum innan tannsmíðaiðnaðarins á Íslandi sem um leið mun auka skilvirkni þjónustunnar. Aðferðir straumlínustjórnunar geta spilað þar stórt hlutverk til að bæta gæði þjónustunnar og þeirra vara sem framleiddar eru.

Samþykkt: 
  • 2.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Skemman.pdf302.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð - Ester Rut.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna