Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39787
Hægt er að reikna út kennitölur fyrirtækja sem farið hafa í þrot með því að skoða ársreikninga þeirra. Ársreikningar eru aðgengilegir eru á vef Ríkisskattsstjóra. Hugsanlega er hægt að finna vísbendingar eða merki um að fyrirtæki stefni í gjaldþrot með því að horfa á þær tölur sem finna má í ársreikningum þeirra og búa þannig til verkfæri sem mögulega gefur vísbendingar um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækja.
Fjallað er um gjaldþrot, orsakir þeirra og gjaldþrotaskipti. Einnig eru umfjöllun um átta kennitölur úr ársreikningum fyrirtækja.
Markmiðið með ritgerðinni er að skoða hvort kennitölur veita innsýn í hættu á gjaldþrotum, hvort ytri viðskipta aðstæður hafi áhrif á kennitölur og hvaða vísbendingar kennitölur veiti um framtíðina.
Skoðaðir eru ársreikningar fimm fiskvinnslufélaga sem voru úrskurðuð gjaldþrota árin 2018 til 2020 fyrir utan eitt félag sem varð gjaldþrota 2012. Ársreikningar félaganna eru fengnir á heimasíðu Skattsins. Notaðar eru upplýsingar frá gjaldþrota fyrirtækjunum til að reikna kennitölur og meta fjárhagsstöðu þeirra. Hjá þessum fyrirtækjum voru reiknaðar átta kennitölur, eiginfjárhlutfall, veltufjárhlutfall, lausafjárhlutfall, skuldaþekja handbærs fjár frá rekstri, handbært fé frá rekstri, EBITDA, arðsemi eigin fjár og arðsemi heildareigna. Kennitölurnar eru bornar saman við meðaltal fiskvinnslufyrirtækja árin 2003-2018.
Í ljós kemur að þessar kennitölur gefa vísbendingar um yfirvofandi gjaldþrot þegar þær eru allar skoðaðar saman og bornar saman til að greina stöðu fyrirtækja. Mikilvægt er að horfa á hverja stærð í ársreikningunum og greina fyrir hvert ár hvað átti sér stað í rekstri fyrirtækisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BergþóraGunnarsdóttir_02.09.21.pdf | 669.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
FD991772-FF6E-40E1-A905-9C4F27485781.jpeg | 479.89 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |