is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3978

Titill: 
  • Vanhæfi samkvæmt g-lið 5. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla hefur afar mikið vægi þegar fjallað er um hlutverk þeirra í réttarríkinu. Ákvæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 1. mgr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 (stjórnarskrárinnar) og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994, leggja m.a. ríka áherslu á sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla. Til að tryggja kröfuna um óhlutdrægni er nauðsynlegt að til séu skýrar réttarfarsreglur um hæfi dómenda og þeim fylgt eftir í raun og veru. Það er hins vegar svo að ekki er hægt að sjá fyrir og setja fastmótaðar reglur um öll þau tilvik er valdið geta vanhæfi dómara. Til þess er veruleikinn of fjölbreyttur. Í réttarfari er því algengt að til séu svokallaðar matskenndar hæfisreglur. Dæmi um slíka reglu er hin almenna hæfisregla einkamálaréttarfars, g-liður 5. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.
    Einn helsti galli matskenndra reglna er að við beitingu þeirra skortir fyrirsjáanleika niðurstaðna. Réttaröryggi er þannig hæglega ógnað sé þeim beitt í annarlegum tilgangi. Skilningur almennings á inntaki matskenndra reglna er einnig að líkindum misjafn. Í þessu ljósi er verðugt að kanna beitingu matskenndrar hæfisreglu á borð við g-lið 5. gr. eml.
    Hér verður þó ekki reynt að afmarka nákvæmlega efnislegt inntak reglunnar enda verður að telja slíka afmörkun ógerlega. Þess í stað er markmið ritgerðarinnar að reyna eins og frekast er unnt, miðað við efnistök og lengd, að varpa ljósi á aðferðafræði við beitingu reglunnar.
    Í því skyni verður leitast við að kanna þau lagasjónarmið og fræðikenningar sem eru tækar til skýringar á reglunni. Einnig verður beiting reglunnar hjá dómstólum skoðuð. Með umfjölluninni verða algeng atvik og aðstæður sem valdið geta vafa um hæfi dómara rannsökuð. Hér er um að ræða fjárhagslega hagsmuni dómara af úrlausn máls; tilfelli þar sem dómari hefur tjáð sig um úrlausnarefnið; vináttu; fjandsemi og þýðingu reglunnar fyrir gildissvið fastmótaðra hæfisreglna. Að leiðarljósi verða einkum hafðir dómar í einkamálaréttarfari sem gengið hafa eftir gildistöku laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dadi_Olafsson_fixed.pdf500.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna