Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39797
Umfangsmikil notenda- og þarfagreining var gerð á þjónustu Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við nemendur og kennarar við Háskóla Íslands á tímabilinu 2018-2020. Rannsóknaraðferðum nytsemisfræðinnar var beitt til að safna gögnum um þarfir og vandamál markhópsins og nálgun hönnunarhugsunar við að greina meginniðurstöður og setja þær fram.
Notendaviðtöl gáfu ákveðnar hugmyndir um lykilverkefni notenda og einstök vandamál. Nytsemisprófanir á Þjóðarbókhlöðunni og landsbókasafnsvefnum leiddu í ljós óvænt vandamál í sambandi við það að finna þjónustu sem Háskólabókasafn leggur áherslu á. Þátttakendur þekktu hvorki Námsbókasafnið á Þjóðarbókhlöðunni né Áttavitann á landsbókasafnsvefnum og áttu í miklum erfiðleikum með að finna þessa þjónustu. Netkönnun meðal markhópsins skilaði 410 gildum svörum og mikilvægum gögnum um lykilverkefni nemenda og kennara bæði á Þjóðarbókhlöðunni og á vefnum ásamt upplýsingum um helstu vandamál og óskir. Samanburður á niðurstöðum rannsókna á bókasafni HÍ við erlend háskólabókasöfn leiddi í ljós mjög sambærileg lykilverkefni og notendavandamál.
Sú notenda- og þarfagreining sem liggur þessu verkefni til grundvallar er brautryðjanda-verkefni á Íslandi. Samanburður við niðurstöður rannsókna á vandamálum notenda við erlend háskólabókasöfn eykur áreiðanleika niðurstaðnanna. Nemendur nota raunrými safnanna í akademískum tilgangi. Langflestir sækjast eftir hljóðum einstaklingsrýmum. Sameiginleg vandamál eru ónæði, óþægileg húsgögn og ófullnægjandi aðstaða til næringar. Óskir varðandi hópvinnuaðstöðu snúa að framboði á tveggja manna herbergjum og betri hljóðeinangrun. Úrbætur á vegvísunum eru ofarlega á óskalistanum.
Innleiðing hönnunarhugsunar er þegar hafin á allnokkrum erlendum háskólabókasöfnum. Niðurstöður rannsókna sýna að starfsmenn og stjórnendur á háskólabókasöfnum eru sammála um að verkferlar hönnunarhugsunar hafi skilað bæði ánægðari notendum og betri ráðstöfun á naumt skömmtuðu rekstrarfé. Þessar niðurstöður ættu að vera íslenskum háskólabókasöfnum hvatning til að taka upp verkferla hönnunarhugsunar við endur- og nýhönnun þjónustulausna. Þetta rannsóknarverkefni getur nýst sem leiðarvísir við val á rannsóknaraðferðum nytsemisfræðinnar og við sjónræna og aðgengilega framsetningu hönnunarhugsunar á rannsóknarniðurstöðum.
Efnisorð: Háskólabókasöfn
Hönnunarhugsun
Hönnunarrannsóknir
Lykilverkefni
Marhópur
Notendarannsóknir
Notendaupplifun
Nytsemsifræði
Rafrými bókasafna
Raunrými bókasafna
Upplifunarrannsóknir
Upplýsingafræði
Þarfagreining
An extensive user needs analysis was made in 2018-2020, on the services of The National Library of Iceland, a University library for students and teachers at the University of Iceland (UI). UX research methods were used to collect data about the needs and problems of the target group. Design thinking approaches were applied to analyse and present main outcomes.
User interviews that were conducted gave an insight on main tasks and problems. Usability tests at the library and on their website revealed unexpected problems, related to finding a service that the library has emphasized. Participants neither recognized the Námsbókasafn nor Áttavitinn, and they had a lot of problems locating these services on the website. An internet survey among the target group gave 410 valid responses, and important data regarding tasks performed by both students and teachers, along with information about main problems and wishes. Comparison between these research results, and research done at foreign university libraries, revealed many similar key tasks and user problems.
The user needs analysis that underlies this project a pioneer project in Iceland. Comparison with similar research at foreign university libraries increases the reliability of the results. Students use the physical spaces of the library for academic purposes. Most of them want quiet, individual spaces. Common problems are disruptions, uncomfortable furniture and inadequate facilities for food consumption. Wishes regarding workspaces for groups focused on the availability of two person rooms and better sound proofing. Improving wayfinding systems were also high on the list.
Integration of design thinking has already started at a few foreign university libraries. Research findings show that employees and management at university libraries agree that design thinking processes have resulted in both happier clients and better use of capital. These findings should work as motivators for Icelandic university libraries, to integrate design thinking processes. This project can be used as a manual both to choose UX research methods, and to set up a visual and accessible presentation of design thinking in research results.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Honnunarhugsun_a_haskolabokasofnum.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 499,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |