is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3980

Titill: 
  • Réttlátt stríð? Vald, orðræða og ímyndir í tengslum við innrásina í Írak 2003
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt í kringum okkur heyrum við fréttir af því sem er að gerast úti í heimi. Eitt af því er innrásin í Írak vorið 2003. Sumir stjórnmálamenn keppast um að segja okkur hversu snjöll hugmynd innrásin hafi verið. Réttlæti stríðsins er talið augljóst þar sem kostir þess eru svo margir. Lýðræði kemst á í landinu og íbúar þess eru frelsaðir undan oki harðstjóra. Það lítur því allt út fyrir að það hefði verið rangt að fara ekki í stríð þar sem afleiðingar þess eru svo góðar, segja þau sem það aðhyllast. Skoðum það aðeins betur. Herir Bandaríkjanna og Bretlands réðust inn í Írak í mars 2003 með stuðningi margra ríkisstjórna, þar á meðal hinnar íslensku. Í lok september 2006 höfðu að minnsta kosti 43.269 manneskjur látið lífið í stríðinu og var þá enn barist í landinu þótt innrásaraðilar segðu mestu átökin vera liðin hjá (Bush, 2003b). Margir telja innrásina óréttláta, aðrir að hún hafi verið nauðsynleg. Vissulega er um umdeilt mál að ræða en samt sem áður er til fólk sem aðhyllist stríðið og hugmyndafræðina um að uppræta þurfi óvini (Bush, 2003a; 2006). En hvernig er stríð réttlætt? Hvaða forsendur þarf að uppfylla? Hver skilgreinir hvort þær forsendur hafi verið uppfylltar? Er stríð einhvern tíma réttlátt?
    Markmið ritgerðar er svara spurningunni um hvort Íraksstríðið geti talist réttlátt stríð. Til að ná því markmiði verður Íraksstríðið skoðað út frá valdakenningum Michel Foucault og Pierre Bourdieu, einkum þeim er snýr að skilgreiningarvaldi og orðræðu. Jafnframt verður fjallað um kenningu Antonio Gramsci um stigveldi. Síðan verður kenning Ágústínusar kirkjuföður um réttlátt stríð skoðuð með vísan í þessar kenningar og að lokum valdatengsl út frá mannfræðilegum hugmyndum um ímyndarsköpun og staðalmyndir. Þar verður stuðst við rit málfræðingsins Noam Chomsky og fræðimannsins Edward Said, sem og annarra. Skoðað verður hvort hægt sé að réttlæta innrásina í Írak með vísan í kenninguna um réttlátt stríð og hvort það hafi verið háð samkvæmt þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem eru í gildi. Leiddar verða að því líkur að forsendur kenningarinnar um réttlátt stríð standist misvel þegar Íraksstríðið er skoðað og því velt upp hvort þær séu fullnægjandi til að réttlæta stríð eða hvort annað og meira þurfi til. Réttlætingar stríðs er mikilvægt að skoða vegna þess hversu mikið er í húfi, mannslíf og réttindi fjölda fólks. Stríð eru réttlætt með vísan í alþjóðasáttmála og lög um að ríki geti varið sig ef á það er ráðist. En ef annað býr að baki getur sá sem skilgreiningarvaldið hefur réttlætt gjörðir sínar með vísan í aðrar ástæður, búið til réttlætingar og blekkt aðra til fylgis við sig á röngum forsendum. Þess vegna er hjálplegt að líta til kenninga um orðræðu og stigveldi.

Samþykkt: 
  • 8.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinOsp_BA_rettlattstrid_LOKA.pdf609.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna