is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3981

Titill: 
  • „Maður hugsar öðruvísi þegar maður er búinn að vera úti“ : reynsla íslenskra ungmenna af búsetu og skólagöngu erlendis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað er um reynslu íslenskra ungmenna af aðlögun að íslensku samfélagi og skóla eftir búsetu og skólagöngu erlendis. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn sem fór fram frá september 2007 til janúar 2008 og í henni tóku þátt fimm fjölskyldur sem allar tengjast íslensku utanríkisþjónustunni. Foreldrar jafnt sem börn lýsa reynslu sinni af heimkomunni, hvernig gekk að aðlagast í skólanum og hvaða aðstoð þeim stóð til boða.
    Niðurstöður benda til þess að einstaklingar sem alast upp við þessar alþjóðlegu aðstæður búi yfir ákveðinni færni og viðhorfum til lífsins sem mótast hafi af skólagöngu í alþjóðlegum skóla og reynslunni af flutningum milli landa. Þessir þættir eru t.d. jákvæðni, samskiptahæfni, víðsýni og umburðarlyndi. Sárasta reynslan tengist vinamissi og því að kveðja góða vini, sem kristallast í ákveðnu sorgarferli. Þetta er sá þáttur sem allir þátttakendur nefna sem neikvæða hlið þessa lífstíls.
    Foreldrar lýsa vonbrigðum sínum af úrræðaleysi íslenskra skóla við heimkomu. Lítinn eða engan stuðning er að fá í íslensku máli fyrir þessa nemendur sem annars standa sig vel í skóla. Að öðru leyti eru þátttakendur sammála um að búseta erlendis hafi styrkt fjölskylduböndin. Helstu kostir heimkomunnar eru það frelsi og sjálfstæði sem börnin búa við á Íslandi. Reynsla sem þessi er í senn þroskandi og mannbætandi og við hana öðlast einstaklingarnir færni sem nýtast mun þeim í framtíðinni.
    Þessi rannsókn er unnin með það fyrir augum að vekja athygli á hópi sem lítill gaumur hefur verði gefinn í íslenskum skólum. Hugmyndin er að með því að skilgreina og benda á tilvist þessa hóps verði hægt að bregðast betur við þörfum hans. Um leið er vísað til þess sem hann á sameiginlegt með öðrum hópum innan skólans, t.d. nemendum af erlendum uppruna.
    Lykilorð: Aðlögun, þriðjumenningarbörn, búseta erlendis, eigindleg aðferðarfræði

Samþykkt: 
  • 8.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf3.35 MBLokaðurHeildartextiPDF