is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39819

Titill: 
  • Læra, leika, njóta: Þróun og einkenni sundlaugamenningar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessu 40 eininga meistaraverkefni í hagnýtri þjóðfræði er gerð grein fyrir þróun sundlaugamenningar á Íslandi frá upphafi 20. aldar og helstu einkenni hennar tekin til umfjöllunar. Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn þar sem markmiðið var að fá innsýn í þá menningu sem orðið hefur til á milli fólks í sundlaugum landsins, hvað mótað hefur hegðun fólks í sundlaugarýminu og hvernig sú hegðun hefur áhrif á umhverfi lauganna. Helstu gögn rannsóknarinnar eru svör við spurningaskrá þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands, þar sem sundgestir lýsa upplifun sinni af sundlaugum; sundkennslu, samskiptum og hegðun, líðan og veru í sundlaugum og heita pottinum. Hagnýti hluti verkefnisins er sýningarskrá, þar sem niðurstöðum rannsóknarinnar er miðlað í bland við tilvitnanir heimildarmanna. Sýningarskráin verður hluti af sýningu Hönnunarsafns Íslands um sundlaugamenningu. Hlutverk sýningarskrárinnar verður að gera grein fyrir einkennum, sögu og þróun menningarinnar, samhliða sjónrænni framsetningu sýningarinnar á safninu. Sýningarskránni er skipt í þrjú þemu, þar sem hvert þema spannar ákveðið tímabil í sögu lauganna og lýsir helstu einkennum tímabilsins. Kaflinn læra nær yfir tímabilið 1900 - 1950 þegar laugarnar urðu vettvangur almennings til að læra og til viðbótar við sundtökin tileinkaði fólk sér vissar samskiptareglur og umgengni við líkamann með áherslu á heilbrigði, þjálfun og hreinlæti. Kaflinn leika nær yfir tímabilið 1950 - 2000 þegar laugarnar fóru að hafa félagslegan tilgang og vatnið tengdi ókunnuga saman í almannarýminu. Síðasti kaflinn, njóta nær yfir tímabilið 2000-2021 þegar aukinn lúxus, skapandi hönnun og manngerð jarðböð settu mark sitt á sundlaugamenninguna og vatnið tengdi fólkið ekki aðeins hvort öðru heldur einnig sjálfu sér.

Samþykkt: 
  • 7.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sundlaugamenning2021_KS.pdf923.02 kBLokaður til...01.01.2023HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_KS.pdf221.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF