is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3982

Titill: 
 • Glatað tækifæri: Hvers vegna misfórust samningaviðræður Íslands og Bretlands í janúarlok 1976?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 1976 urðu gríðarleg átök milli vinaþjóða vegna svokallaðra landhelgismarka Íslands. Samskipti þeirra þjóða sem í hlut áttu urðu til þess að stjórnmálasamskipti voru tímabundið rofin. Íslendingar höfðu ákveðið að færa fiskveiðilögsögu landsins í 200 mílur og byggðu það á þróun hafréttarmála á þeim tíma. Þær vinaþjóðir sem um ræðir voru Bretar og Íslendingar og þótti sitt hvorri. Silfur hafsins, hvort heldur síld eða þorskur, er og verður ágreiningsefni þjóða. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir matur meira máli en olía.
  Bretum þótti Íslendingar helst til frekir til fjárins og vísuðu til hefðarréttar, þeir höfðu veitt hér án verulegra athugasemda árhundruðum saman og vildu gera það áfram. Allt er þó breytingum undirorpið. Sjálfstæð þjóð tekur af skarið og segir nei. Bretar, stórveldið, sagði litla nýfrjálsa ríkinu stríð á hendur. Ekki svo að skilja að beitt væri banvænum vopnum, heldur reyndu þeir að knýja Íslendinga til hlýðni og eftirgjafar. Það gekk ekki eftir. Íslendingar stóðu fast á sínu og lögðu sál sína í að fylgja stefnu sinni eftir. Þessi ótrauða afstaða varð til þess að margar þjóðir urðu til þess að fylgja Íslendingum að málum.
  Litlu mátti muna að samningar næðust í janúarlok en allt kom fyrir ekki. Klipping á ögurstundu olli mögulega því að samningar náðust ekki. Í febrúarbyrjun sneru breskar freigátur aftur á Íslandsmið og litu Íslendingar svo á að hér væri um árás á lýðveldið að ræða. Loks var að því komið að ríkisstjórn Íslands sá til þess ástæðu að slíta, tímabundið, stjórnmálasambandi við Breta.
  Eftir fjölmarga fundi ríkisstjórna Íslands og Bretlands varð mönnum það ljóst að nútíminn hefði það í för með sér að strandríki réðu afla sínum, það sem eftir væri mætti hugsanlega deila með öðrum þjóðum, hverjar sem þær væru. Samningsstaða Íslands fór batnandi með hverjum deginum sem leið og Bretar vissu að baráttan var töpuð. Eina spursmálið var hvenær sigur Íslands yrði að staðreynd.
  Ríkisstjórn Íslands með Geir Hallgrímsson í broddi fylkingar stóð sína vakt með stakri prýði og varði hagsmuni Íslands svo eftir verður munað.

Samþykkt: 
 • 9.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
glatad_taekifaeri3_fixed.pdf291.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna