is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39825

Titill: 
  • Jafnréttisparadísin Ísland: Hlaðvarp um jafnréttismál á Íslandi
  • Titill er á ensku The Equality Paradise: A podcast about gender equality in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af tvíþættu meistaraverkefni í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Annars vegar er greinargerð með fræðilegum bakgrunni og rannsókn, og hins vegar útvarpsþættir sem voru unnir upp úr viðtölum sem höfundur tók. Hægt er að skilgreina jafnrétti sem það ástand sem ríkir þegar allir einstaklingar sem tilheyra ákveðnum hópi njóta sömu réttinda og eru ekki útilokaðir á grundvelli ákveðinna þátta. Það má segja að á Íslandi ríki formlegt lagalegt jafnrétti og stór skref hafa verið tekin til að jafna bilið á milli kynja, en þrátt fyrir það er ýmsu ábótavant og rannsóknarspurning þessarar greinargerðar er hvort Ísland sé í raun sú jafnréttisparadís sem fólk vill vera láta. Til að leggja mat á það voru alþjóðleg gögn og opinbert stöðumat skoðað og einnig tekin rýnisviðtöl til að fá dýpri skilning á upplifun íslenskra kvenna. Stiklað er á stóru í sögu jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi og fjallað um stofnun Kvenréttindafélagsins, kvennafrídaginn, kjör Vigdísar Finnbogadóttur og róttæk frumvörp sem hjálpuðu stöðu kvenna. Listi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríkjum er raðað eftir árangri við að ná heimsmarkmiðunum sýnir að Ísland var í 29. sæti árið 2021 yfir heildina. Ísland var í fyrsta sæti á kynjabilslista Alþjóðaefnahagsráðsins fyrir árið 2021, tólfta árið í röð. Í glerþakslista The Economist situr Ísland í öðru sæti á eftir Svíþjóð árið 2021. Lög nr. 150, um jafna stöðu kynjanna, voru uppfærð árið 2020 en þau eru mjög mikilvæg fyrir jafnréttisbaráttu því þar kemur fram að bannað sé að mismuna á grundvelli kyns á nokkurn hátt. Hefur forsætisráðuneytið greint og gefið út skýrslu um stöðu jafnréttis, sem var miðlað á Jafnréttisþingi árið 2020, þar sem fjallað er um hinar ýmsu víddir jafnréttis. Helstu niðurstöður þar voru meðal annars gögn um þróun atvinnuþáttöku kvenna og aðgerðir vegna #MeToo. Niðurstöður úr einstaklingsviðtölum sem höfundur tók við gagnavinnslu gefa til kynna að margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi. Sem dæmi má nefna ýmis félagsleg kerfi, s.s. leikskóla, skiptingu fæðingarorlofs og getnaðarvarnir. En enn er kallað eftir því að víkka út femíníska skilgreiningu og að halda hurðinni opinni fyrir öðrum kynjum og jaðarsettum hópum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is part of a twofold master's project in Applied Cultural Studies and Communication at the University of Iceland. One part is this analysis with a theoretical background and research, and the other is a radio program that was compiled from interviews that the author took. Equality can be defined as the situation that prevails when all individuals belonging to a certain group enjoy the same rights and are not excluded on the basis of a certain factor. It can be said that there is a formal legal equality in Iceland and big steps have been taken to close the gender gap, but that being said there are still some deficiencies and the research question of this report is whether Iceland is in fact the Equality Paradise that it is made out to be. To assess this the thesis looks at international data and official status assessments, and review interviews were conducted to gain a deeper understanding of the experience of Icelandic women. The history of the womens rights battle in Iceland is discussed, such as the establishment of the Women's Rights Association, the Women's Day off, the election of Vigdís Finnbogadóttir and radical bills that helped the position of women in particular. Iceland is in 29th place in the ranking of how the UN member states are succeeding in the world goals in 2021. Iceland was in first place on the Gender Gap List of the World Economic Council for the year 2021, for the twelfth year in a row. In The Economist Glass ceiling index Iceland is in second place, after Sweden, in 2021. The law on equal status for the sexes was updated in 2020, but that law no. 150 on gender equality was an important piece of legislation, which states that discrimination on the basis of sex is prohibited in any way. The Prime Minister's Office has analyzed and published a report on the status of gender equality, which was presented at the Gender Equality Session in 2020, where many different dimensions of gender equality are discussed. The results of individual interviews indicate that much has been achieved in the fight for equality in Iceland, for example social systems like kindergartens, the division of maternity leave and contraception, but there is a call for a broader scope of feminism and inclusion in modern times and keeping the door open for other genders and marginalized groups.

Samþykkt: 
  • 8.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ma ritgerð_Theodora_Jafnrettisparadisin.pdf5.64 MBLokaður til...30.09.2022HeildartextiPDF
Theodora_MAverkefni_Skemman_yfirlysing.pdf132.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Thattur 1 - Silja Bara Omarsdottir - Ekki feminisk utopia nema i svona kaldhaednum ton.mp342.46 MBLokaður til...01.09.2024MPEG Audio
Thattur 2 - Sunna Kristin Simonardottir- Foreldrahlutverkid er alltaf spegill a samfelagid.mp338.88 MBLokaður til...01.09.2024MPEG Audio
Thattur 3- Sigrun Gisladottir - Thu ert ekki ad fara i chicken vid maka thinn.mp350.23 MBLokaður til...01.09.2024MPEG Audio