is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39826

Titill: 
  • Frá orðræðu til athafna: Þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
  • Titill er á ensku From Rhetoric to Action: Implementing User-led Personal Assistance.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) varð lögfest þjónustuform fyrir fatlað fólk með lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir innleiðingu NPA á Íslandi. Farið er yfir hugmyndafræðina að baki NPA og hvernig framkvæmd er háttað hérlendis. Lagt var upp með að svara því hvernig innleiðing NPA hefur þróast eftir lögfestingu, hvort áherslur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) nái fram að ganga í því stjórnsýslulega fyrirkomulagi sem umlykur NPA á Íslandi og hvaða þættir styðji við eða hindri innleiðingu NPA. Tekist var á við verkefnið með því að skoða tvö sveitarfélög sérstaklega þar sem farið var í gegnum umfjöllun velferðarráða þeirra um NPA og reglur þeirra um NPA greindar. Þá var skoðaður sá dómur sem fallið hefur varðandi NPA eftir að lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi. Einnig var farið yfir úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála er varða NPA. Niðurstöður sýna að SRFF og lög nr. 38/2018 styðja við framgang NPA. Vísbendingar eru um að takmörkuð fjármögnun NPA, skortur á vilja til að innleiða NPA, þátttökuleysi fatlaðs fólks í ákvörðunum tengdum fyrirkomulagi NPA og skortur á skilvirku eftirliti sé til staðar og vinni gegn farsælli innleiðingu. Flókið fyrirkomulag í kringum NPA og vandamál sem tengjast fjölþrepa stjórnsýslu hefur einnig hindrandi áhrif á innleiðinguna. Svo virðist sem ofangreindir þættir leiði til þess að áherslur SRFF og löggjafarvaldins hvað varðar innleiðingu NPA nái ekki fram að ganga.

  • Útdráttur er á ensku

    User-led personal assistance (UPA) became a legal form of service for disabled people with the Act on Services for Disabled People with Long-Term Support Needs no. 38/2018. This thesis focuses the implementation of UPA in Iceland from the time it was legalised. It provides an overview of the ideology and theoretical foundations that form the basis for UPA and examines the extent to which these are reflected in the implementation. The aim was to answer how the implementation of UPA has developed after the 2018 legislation, examine if the requirements of the UN Convention on the Rights of Persons with Disabilities (CRPD) are reflected in the administrative arrangements surrounding the UPA, and what factors support or hinder its successful implementation. Two municipalities in Iceland were selected for analysis. Using document analysis, public documents were selected for analysis, these included laws, policy documents, regulations, and administrative documents from the municipalities such as minutes and memos from their welfare councils. In addition a court case regarding the UPA and rulings of the Appellate Committee for Welfare Matters concerning UPA were reviewed. Findings show that the CRPD and Act 38/2018 support the progress of the UPA. Main barriers seem to be limited funding, lack of willingness to implement UPA, the non-participation of disabled people in UPA decisions, and a lack of effective monitoring. The complexity of the UPA and problems associated with the multi-level governance also have a hindering effect. These factors seem to be the main barriers to implement the legislative will expressed in the 2018 act and the CRPD regarding implementing UPA.

Samþykkt: 
  • 8.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá orðræðu til athafna. Þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar..pdf1.32 MBLokaður til...07.09.2061HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.jpg3.22 MBLokaðurYfirlýsingJPG