is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39828

Titill: 
  • Hljóðrugl, hljóðsýki og framburðarfaraldur: Voru fordómar gegn flámæli dæmi um þekkingarlegt ranglæti?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að greina hvernig framburðareinkenninu flámæli var útrýmt, hvaða ástæður lágu að baki og hvaða áhrif fordómar gegn flámæli höfðu á þá sem þannig töluðu. Saga mállýskurannsókna á Íslandi er reifuð, sér í lagi rannsóknir Björns Guðfinnsonar sem höfðu hve mest áhrif á örlög flámælis á Íslandi. Tekin eru dæmi um orðræðu sem myndaðist um framburðinn og hvernig fordómafullar nafngiftir lita sögu flámælis. Í öðrum kafla er litið til félagsmálvísinda og kenninga um mállýskur og ýmis tilbrigði tungumálsins og þær notaðar til þess að greina stöðu flámælis. Að sama skapi verða kenningar Noam Chomsky um málkunnáttufræði reifaðar og settar í samhengi við umræðuefnið. Rannsóknir Birnu Arnbjörnsdóttur á máli Vestur-Íslendinga eru svo einnig hafðar til hliðsjónar til þess að skoða hvernig flámælið þróaðist í Kanada hjá Vestur-Íslendingum án tilstillis þeirrar málhreinsunarstefnu sem ríkti hér á landi á 19. og 20. öld. Kenningar bandaríska heimspekingsins Miröndu Fricker um þekkingarlegt ranglæti (e. epistemic injustice) eru síðan notaðar til þess að skoða hvernig möguleg áhrif sem það hafði á flámælta einstaklinga að verða fyrir fordómum, staðalímyndum og að þeir væru ekki teknir alvarlega sem þekkjendur (e. knowers). Til þess að greina til hlítar hvernig áhrif fordómar í garð flámæltra kunna að hafa verið dæmi um þekkingarlegt ranglæti er farið yfir dæmi um skaðsemi þess konar ranglætis í kafla þrjú, þar sem farið er yfir kenningar Fricker. Því næst eru kenningar Kirstie Dotson um þekkingarlegt ofbeldi skoðaðar ásamt kenningum James Sledd, þar sem mállýskur svartra í Bandaríkjunum og fordómar gegn því eru skoðaðar með tilliti til flámælis. Að lokum er rannsóknarkafli þar sem markmiðið er að varpa ljósi á upplifun flámæltra einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kenningar þekkingarlegs ranglætis séu nytsamlegar til þess að varpa ljósi á upplifanir flámæltra og skoða hvernig fordómar og staðalímyndir höfðu áhrif á hvernig fólki var tekið.

Samþykkt: 
  • 8.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA MA.pdf489.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing. Skemman. Emma Björk Hjálmarsdóttir.pdf368.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF