en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3983

Title: 
 • Title is in Icelandic Preserving the National Heritage: Audiovisual Collections in Iceland
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessari ritgerð er ætlað að kanna núverandi stöðu varðandi geymslu hjóð- og myndgagna á Íslandi með því að rannsaka tíu söfn hérlendis. Á undanförum árum hefur menningararfur í formi hljóð- og myndgagna verið í vaxandi mæli viðurkenndur sem mikilvægur grunnur stjórnmála-, sagnfræði- og félagsfræðilegra rannsókna, svo nokkur fræðasvið séu nefnd. Í mörgum löndum hefur hljóð- og myndefni, t.d. kvikmyndir, myndbönd og hljóðupptökur, öðlast fulla viðurkenningu sem hluti menningararfs landanna.
  Markmið þessarar MLIS-ritgerðar er að rannsaka hvernig söfn sem varðveita einstakt hljóð- og myndefni hafa þróast á Íslandi og hver er núverandi staða þeirra varðandi þróun söfnunar, varveislu, yfirfærslu á starfrænt form, skráningu, geymslu, tæknibúnað, starfsfólk og samstarf. Reynt er að bregða ljósi á að hversu miklu leyti hljóð- og myndefni hafi öðlast viðurkenningu sem hluti íslensks menningararfs.
  Tilvikarannsókn (case study) og eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar í rannsókninni til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt var að. Mest af frumgögnum var aflað með viðtölum við starfsfólk tíu safna með hljóð- og myndefni. Töluvert magn ritaðra heimilda var einnig rannsakað og greint.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að í hinu texta-miðaða umhverfi íslenskrar menningarstefnu hafi íslensk hljóð- og myndarfleifð hlotið takmarkaða athygli yfirvalda. Þrátt fyrir að í reynd megi telja safn Ríkisútvarpsins (RÚV) þjóðarsafn Íslands á þessu sviði skortir það nauðsynlega opinbera viðurkenningu og lagalega stöðu. Ófullnægjandi vitund um þarfir varðveislu hljóð- og myndefnis hefur valdið því að söfnin hafa lent utangarðs í flutningi efnis yfir á stafrænt form.

Accepted: 
 • Oct 9, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3983


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Piret_Laas_fixed.pdf1.26 MBOpenHeildartextiPDFView/Open