is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39834

Titill: 
  • Hvað er Hannesarholt?: Skáldahús, veitingahús, tónlistarhús eða eitthvað allt annað?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hannesarholt hefur frá árinu 2013 markað sér ákveðna stöðu í Reykjavík sem menningarhús með fjölbreytta starfsemi, tónleikahús, veitingastaður, kaffihús og margt fleira. Á haustdögum 2018 höfðu eigendur og aðstandendur Hannesarholts samband við Háskóla Íslands um samstarf við skólann og nemendur í hagnýtri menningarmiðlun. Markmiðið var að útvíkka starfsemi Hannesarholts og setja upp persónulega sýningu um ævi og störf Hannesar Hafstein, skálds og fyrsta ráðherra Íslands. Hliðarmarkmið var að gera Hannesarhús að svokölluðu skáldahúsi. Í þessari greinargerð verður farið yfir hvernig tókst til að leysa úr þessu verkefni og jafnframt þær áskoranir sem upp komu í ferlinu. Að lokum varð til og fór upp á veggi Hannesarholts sýning þar sem konurnar í lífi Hannesar eru í brennidepli. Í greinargerðinni munum við einnig skoða hvað felst í hugtakinu skáldahús og reyna að meta hvort Hannesarholt falli í þann flokk eður ei. Styrkleiki Hannesarholts liggur ekki síst í þeirri staðreynd að húsið er gamalt heimili og það hefur tekist vel til að halda í hinn hlýlega og vinalega anda fjölskylduheimilisins. Andi Hannesar og fjölskyldu hans svífur enn yfir vötnum og með sýningunni, sem hlaut nafnið „Konur - Áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“, hefur verið vikið frá gamaldags stórmennasögu og í staðinn fá konurnar, sem oftast stóðu utan sviðsljóssins á sínum tíma, að eiga sviðið um stund.
    Meðan á lokafrágangi verkefnisins stóð bárust svo þær voveiflegu fréttir að rekstrarfé Hannesarholts væri uppurið og húsið myndi ekki opna á ný eftir sumarfrí. Þegar þessi orð eru rituð er alls óljóst hver framtíð Hannesarholt verður.

Samþykkt: 
  • 8.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað er Hannesarholt - Siggeir F. Ævarsson - Lokaútgáfa.pdf1.8 MBLokaður til...01.12.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing fyrir Skemmuna - Siggeir.pdf445.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.