Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/39838
Á árunum 2003 til 2019 voru haldnir Miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði. Miðaldadagarnir voru haldnir þriðju helgina í júlí öll þessi ár. Á Gásum komu saman annars vegar þátttakendur í miðaldafötum og hins vegar gestir sem borguðu sig inn. Það ríkti mikil gleði á meðan dagarnir stóðu yfir og margir meðlimir litu á Miðaldadagana sem hátíð. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir því hvað einkennir hátíðir. Til þess er bæði litið á skilgreiningar þjóðfræðinga á hvað skilgreinir þær og hópana sem halda þær. Þá er litið til þess hvað einkennir sviðslist eða performans innan hátíða auk grótesku og karnivalsíkra einkenna innan þeirra. Með þessi fræðilegu hugtök, ásamt gögnum úr sex viðtölum sem voru tekin með eigindlegri viðtalstækni, eru Miðaldadagarnir á Gásum rannsakaðir og skoðað hvað einkennir þá sem hátíð. Í greiningu viðtalanna eru frásagnir af sviðslistinni sem átti sér stað á Gásum, ströngum hegðunarreglum og hvernig þær voru látnar fjúka eftir lokun svæðisins þegar gestirnir voru farnir. Greiningin bendir til að Miðaldadagarnir á Gásum hafi mörg einkenni hátíða og að eftir lokun hafi ríkt karnivalískt ástand sem einkenndist meðal annars af grótesku.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 15,09 MB | Locked | Declaration of Access | ||
Þá gerist galdurinn.pdf | 460,87 kB | Open | Complete Text | View/Open |