is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39842

Titill: 
  • "They will one day be grateful for being forced to be free": Klæðaburður múslímskra kvenna á vesturlöndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Klæðaburður múslímskra kvenna hefur fengið mikla athygli frá stjórnvöldum, fjölmiðlum og almenningi í Evrópu undanfarin ár. Eftir hryðjuverkaárásina sem var gerð í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001 hófu stjórnvöld á vesturlöndum, þá sérstaklega í Bandaríkjunum, svokallað stríð gegn hryðjuverkum. Þar léku múslímskar konur lykilhlutverk. Þær voru gjarnan gerðar að fórnarlömbum eigin menningar og fóru stjórnvöld og ýmsar stofnanir inn í Mið-Austurlönd til þess að bjarga múslímskum konum. Mikill straumur innflytjenda frá Mið-Austurlöndum varð snemma á 20. öldinni. Undir lok hennar ákváðu stjórnvöld víðsvegar um Evrópu að koma á fót löggjöf sem takmarkaði innflytjendafjölda í ríkjunum. Í kjölfar þess fór athygli stjórnvalda og almennings víðsvegar á vesturlöndum að beinast að múslímum. Þeir voru álitnir samfélagsleg ógn, sem síðar breyttist í pólitíska ógn. Löggjöf í Frakklandi um klæðaburð múslímskra kvenna eða svokallað búrkubann hefur haft mikil áhrif á löggjöf annarra ríkja í Evrópu. Mörg ríki hafa ákveðið að feta í fótspor Frakklands og banna múslímskum konum að hylja andlit sitt á almannafæri. Í ritgerðinni verður sjónum beint að þessum tilteknu viðfangsefnum út frá mannfræðilegu sjónarhorni. Mannfræðin hefur lengi einblínt á skörun milli efnislegrar menningar og sjálfsmyndar (e. identity) og nú nýlega á völd og pólitík. Ritgerðin skiptist í þrjá megin kafla. Fyrsti kafli ritgerðarinnar er fræðilegur þar sem fjallað er um kenningar Abu-Lughod um femínisma, hugmynd Edward Said um Oríentalisma, kenningar mannfræðinga um þjóðernishyggju og popúlisma og að lokum hvernig allir þessir þættir skarast við klæðaburð múslímskra kvenna. Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um Íslam í Evrópu. Þar verður lögð áhersla á að skoða þætti á borð við fólksflutninga á 20. öldinni, viðhorf til múslíma í Evrópu í nútímanum og múslímahatur. Þriðji kafli ritgerðarinnar snýr að klæðaburði múslíma, öryggisráðstöfunum evrópskra og bandarískra stjórnvalda til að sporna gegn hryðjuverkum og löggjöf um klæðaburð múslímskra kvenna.
    Lykilorð: múslímar, mannfræði, Íslam, Evrópa, klæðaburður, innflytjendur, slæða, búrka, veraldarhyggja, múslímahatur, popúlismi, þjóðernishyggja og Oríentalismi.

  • Útdráttur er á ensku

    Muslim women‘s clothing has received a great deal of attention from authorities, media and the public in the global north in recent years. After the terrorist attack in the United States on the 11th of September 2001 the United States government, along with authorities in other allied nations, started the so-called war on terror. Muslim women played a key role in these endeavours. Western governments situated Muslim women as the victims of their own culture and invaded countries in the Middle-East supposedly to save them. The latter part of the 20th century saw a significant level of immigration from the Muslim world to Europe, initially as labourers who became permanent residents. When the century came to a close, governments in Europe enacted legislation that restricted immigrants from settling in Europe. In the wake of high profile terror attacks and restrictive legislation, Muslims became perceived a social problem, and later as a political problem. This was often realized in the arena of culture, with women, their bodies and dress situated as a focal point. The burqa ban legislation in France which prohibited Muslim women from wearing certain garments, influenced governments in other European countries. Many governments in Europe have followed France‘s footsteps and established legislations that ban Muslim women from covering their faces in public places. The thesis will focus on these issues from the standpoint of anthropology which, as a discipline, has for long focused on the intersection of material culture and identity and in more recent years that of power and politics. The thesis is divided in three main chapters. The first chapter is theoretical focusing on Abu-Lughod‘s work, along with Edward Said‘s concept of Orientalism, and some relevant anthropological work on nationalism and populism, and how these perspective intersect with the issue of clothing. The second chapter in the thesis provides some background context concerning Islam in Europe with emphasis on migration to Europe from Muslim countries in the 20th century and concludes with a recent view towards Muslims in Europe and Islamophobia. The third chapter ties this together to by focusing on the security measures that European and North American governments have established to avert terrorist attacks and the resulting legislation that has instead focused on cultural politics, specifically that of the dress of Muslim women.
    Key words: Muslims, Anthropology, Islam, Muslim women, Europe, dress code, immigrants, veil, burqa, secularism, islamophobia, populism, nationalism and Orientalism.

Samþykkt: 
  • 9.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 2021_Salka Björt.pdf522,7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf158,42 kBLokaðurYfirlýsingPDF