is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39848

Titill: 
  • Þorskastríðin 1958–1976 frá sjónarhorni Breta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikið hefur verið skrifað um þorskastríðin út frá sjónarhóli Íslendinga en talsvert minna hefur verið skrifað um sjónarhorn Breta. Einkum hefur vantað mikið upp á umfjöllun um viðhorf þeirra gagnvart áhrifum átakanna á breskt samfélag og þá sérstaklega breskan sjávarútveg. Í þessari ritgerð verða viðhorf Breta til þorskastríðanna tekin til skoðunar og rýnt í opinbera umræðu um þau með sérstakri áherslu á endalok átakanna árið 1976 og afleiðingar þorskastríðanna fyrir enskt samfélag. Markmið hennar er að greina hversu mikilvægar landhelgisdeilurnar voru í augum breskra borgara og hvernig þeir upplifðu þessa atburði. Rannsókninni er sérstaklega beint að tveimur hópum: breskum stjórnvöldum og íbúum breskra fiskveiðibæja. Afstaða breskra stjórnvalda til stækkunar íslensku lögsögunnar og helstu áhersluatriði þeirra í deilunum eru skoðuð og metið hvort þau hafi tekið breytingum á tímabilinu frá 1958 til 1976. Viðhorf íbúa í fiskveiðibæjunum eru skoðuð á grundvelli þess hvernig þeir litu á rétt sinn til fiskimiða Íslands, efnahagslegar afleiðingar lögsögustækkunarinnar ásamt áliti þeirra á aðgerðum Íslendinga annars vegar og breskra stjórnvalda hins vegar. Fjallað er sérstaklega um áhrif þorskastríðanna í Hull og Grimsby.
    Rannsóknin sýnir mikla einsleitni í viðhorfum beggja hópa. Bæði stjórnvöld og íbúar fiskveiðibæjanna sýna Íslendingum mikla andúð á meðan þorskastríðin standa yfir en þær tilfinningar mildast fljótt eftir að deilunum lýkur. Vegna tilkomu nýrra vandamála og stækkunar fiskveiðilögsagna um heim allan færðist athygli þeirra yfir á önnur málefni og þá einkum sameiginlega fiskveiðistefnu EBE. Íbúar fiskveiðibæjanna beindu gremju sinni fyrst og fremst að aðgerðarleysi breskra stjórnvalda. Þorskastríðin misstu þannig mikilvægi sitt í huga þeirra á örfáum árum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Kolbeinn Sturla G. Heiðuson - Þorskastríðin 1958-1976 frá sjónarhorni Breta.pdf809.25 kBLokaður til...30.10.2021HeildartextiPDF
20210908_150113.jpg4.16 MBLokaðurYfirlýsingJPG