is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39852

Titill: 
  • „Upplifunin er allavega sönn, hvað sem öllu öðru líður“: Reynsla fólks af heimsóknum framliðinna ástvina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynsla fólks af heimsóknum framliðinna ástvina rannsökuð. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga sem höfðu slíka reynslu og skoðað hvaða áhrif heimsóknirnar höfðu á þá. Einnig voru svör nýtt úr rafrænni spurningakönnun sem útbúin var sem hluti af rannsókninni. Allir viðmælendurnir búa yfir mikilli næmni og má því segja að yfirnáttúrulegar uppákomur séu hluti af þeirra daglega lífi en þegar framliðnir ástvinir vitja þeirra hafa upplifanirnar þó sérstaka merkingu og gildi fyrir þá. Skynjun þeirra á hinu framliðna er margvísleg, til dæmis með sjón, snertingu og í draumi og oft heimsóttu framliðnir ástvinir þá undir ákveðnum kringumstæðum líkt og í ákveðnu herbergi eða á álagstímum. Tilgangur heimsóknanna var oftast að vernda og hugga og þeim fylgdu oft miklar tilfinningar hjá þeim sem upplifðu þær. Trú á hið yfirnáttúrulega er oft litin hornauga í samfélaginu og myndast því nokkur togstreita á milli þess að deila upplifunum sínum með öðru fólki annars vegar og að finna réttlætingar á þeim og trúverðugleika þeirra hins vegar. Fjallað verður um hugtökin spíritisma, þjóðtrú og sagnir auk þess sem hugtök á borð við hrif og jaðarsvæði verða skoðuð í sambandi við viðfangsefnið.

Samþykkt: 
  • 9.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf212.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Upplifunin er allavega sönn, hvað sem öllu öðru líður.pdf584.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna