Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39853
Markmið rannsóknarinnar er að reikna hve mikil áhrif leikmannakaup liða í ensku úrvalsdeildinni hafa á stigasöfnun liðanna. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að kanna hvort fylgni sé á milli þessara þátta og þá hve mikil.
Rannsóknarspurningin var hve mörg stig fá lið í enska boltanum fyrir hvert pund sem þau fjárfesta í leikmannakaup og er jákvæð fylgni á milli fjárfestingu liðanna og stigaskors(árangurs). Tilgáta rannsóknarinnar er að því meira sem lið fjárfesta því betri verður árangurinn.
Fyrst voru gögnin keyrð í gegnum venjulega línulega aðhvarfsgreiningu og gögnin túlkuð sem tímaröð. Helstu niðurstöður voru þá þær að mikil fylgni er á milli þessara þátta og þ.a.l. að fjárfesting félaganna í ensku deildinni skili árangri stigalega séð. Skiptir þá engu hvort skoðuð er fjárfesting til eins, tveggja eða þriggja ára í senn.
Þegar gögnin voru keyrð í gegnum fixed effects-líkan og gögnin túlkuð sem panel-gögn var útkoman einnig að fjárfesting skilar árangri en sú niðurstaða var þó ekki marktæk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð 8.9.´21.pdf | 866.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_signed.pdf | 47.02 kB | Lokaður | Yfirlýsing |