is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39856

Titill: 
  • Ávinningar og áskoranir fjarvinnu á tímum Covid-19: Upplifun starfsfólks á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Covid-19-heimsfaraldurinn gerbreytti lífi fólks á nokkrum vikum. Auk heilsufarsáhrifa hefur vírusinn haft veruleg áhrif á samfélagið og efnahagslífið, þar með talið vinnumarkaðinn. Mikil aukning hefur verið á fjarvinnu um allan heim til að sporna við fjölgun smita og til að virða fjöldatakmarkanir. Faraldurinn hefur neytt fyrirtæki og stofnanir til að aðlagast hratt breyttum starfsháttum með innleiðingu stafrænna funda og með því að veita starfsmönnum í auknum mæli möguleika á að vinna heima. Fyrirtæki hafa nýtt það tækifæri til að endurskoða stefnu fyrirtækisins til að hafa sveigjanleika fyrir heildina. Talið er að eftir að heimsfaraldri lýkur mun vinnumarkaðurinn ekki vera aftur eins og áður. Með aukningu á fjarvinnu hefur verið litið á mikilvægi þess að rannsaka upplifun starfsfólks af fjarvinnu til að sjá hvaða áhrif fjarvinna hefur á líf og líðan þess. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun starfsfólks á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar af fjarvinnu á tímum Covid-19-faraldursins. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hver er upplifun starfsfólks af fjarvinnu af völdum Covid-19?
    Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós margþætta kosti og áskoranir sem fjarvinna hefur í för með sér fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að starfsfólk upplifði að fjarvinna á tímum Covid-19 hefði haft ýmsa ávinninga og áskoranir í för með sér. Starfsmenn upplifðu helsta ávinning vera samræmingu milli vinnu og fjölskyldulífs þar sem fjarvinna gerði starfsfólki kleift að sinna umönnun barna þegar skólalokanir voru vegna Covid-19. Það hafði ákveðnar áskoranir í för með sér þar sem mörkin á milli vinnu og fjölskyldulífs hurfu. Helsta áskorun sem starfsfólk upplifði var skortur á félagslegum tengslum og félagsleg einangrun frá vinnustaðamenningunni. Þrátt fyrir áskoranirnar töldu starfsmenn að ávinningar sveigjanlegrar fjarvinnu vegi meira en áskoranirnar.

Samþykkt: 
  • 9.9.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Sjöfn Júlíusdóttir.MA.ritgerð..pdf504.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf13.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF